Tix.is

  • Frá 31. maí
  • Til 30. ágúst
  • 14 dagsetningar
Miðaverð:10.990 - 11.990 kr.
Um viðburðinn

Vínskólinn á Spritz er vínnámskeið þar sem fólk lærir undirstöðuatriðin um vín á einni kvöldstund.

Á námskeiðinu förum yfir það hvernig vín verður til, hvaðan það kemur, hvernig á að para það með mat og smökkum saman 7 mismunandi sérvalin vín.

Kennari námskeiðsins er vínsérfræðingurinn Kristijan Gacal en hann hefur síðustu 25 árin unnið í vínbransanum um allan heim, meðal annars á Michelin stað í Kaupmannahöfn.

Markmið námskeiðsins er að fræðast á skemmtilegan hátt um vín og að kynnast okkar eigin smekk á víni betur og hvernig á að para það með mat.

Hjá okkur eru engin röng svör þegar kemur að upplifun á bragði og ilm, því oftast byggist upplifun okkar af víni á minningum. Þeim minningum sem við sköpuðum þegar við upplifðum eitthvað sem tengir okkur við vínið og hvert annað. Skapaðu fleiri minningar með okkur.

Námskeiðið er haldið í glæsilega salnum á Spritz Venue, Rauðarárstíg 27.

Það er smá ostur og brauð í boði en það borðum við á milli vína til að hreinsa pallettuna.

Námskeiðið er á auðveldri ensku.

Það verða að lágmarki 6 að bóka svo námskeið sé haldið. 16 sæti í boði.

Fylgist með gangi mála á Facebook og Instagram síðu Vínskólans á Spritz!

Við hlökkum til að taka á móti þér!
Ivan Svanur og Kristijan