Spurt og svarað.

Kaup

Finndu svör við algengum spurningum um miðakaup á Tix.is, þar á meðal aldurstakmörk, afslætti og greiðslumöguleika.

Tix Miðasala setur engar reglur um aldurstakmark miðakaupenda nema umfram það sem almennar reglur um fjárræði segja. Sumir viðburðir setja þó aldurstakmörk á viðburði og geta krafist skilríkja við hurð.

Öll miðaverð eru ákveðin af viðburðarhaldara hverju sinni og fer það eftir þeim hvort boðið sé upp á afslátt fyrir eldri borgara og/eða öryrkja. Sé það í boði þá er það tekið fram í kaupferli hvers viðburðar og/eða sérstök miðagerð er í boði á vefnum.

Almennt er það svo að fyrir hvern viðburð er leyfilegt að kaupa að hámarki 10 miða. Þó geta verið undantekningar frá þessari reglu sem viðburðahaldari setur, t.d. í tilfelli takmarkaðs miðaframboðs á eftirsótta viðburði. Séu um stærri pantanir að ræða en 10 miða þá getur starfsfólk Tix Miðasölu aðstoðað þig, best er að senda póst á info@tix.is ásamt öllum upplýsingum.

Já, í kaupferlinu er boðið upp á að kaupa forfallavernd sem hluta af kaupum á suma viðburði á Tix.is. Skilmála söluaðila forfallaverndarinnar, JMM Ireland, má nálgast með því að smella hér.

Með kaupum á forfallavernd samþykkir miðahafi skilmála söluaðila og mögulega afhendingu gagna vegna endurgreiðslubeiðnar. Forfallavernd er í engum tilfellum endurgreidd. Við vekjum athygli á því að forfallavernd tekur eingöngu til miða, en ekki veitinga, drykkja eða annars varnings. Við hvetjum miðahafa til að kynna sér skilmála forfallaverndar til að ganga úr skugga um í hvaða tilfellum hægt er að sækja um endurgreiðslu í gegnum söluaðila hennar.

Nokkrar greiðsluleiðir eru í boði, hægt er að greiða með öllum helstu greiðslukortum, Pay Léttkaup, Aur, Kass og Netgíró. Þá er einnig hægt að nota gjafakort Tix.is við kaup.

Nei, ekki er þörf á að skrá sig inn. Á innskráningarsíðunni í kaupaferlinu er hnappur fyrir neðan þar sem stendur ‘Sleppa innskráningu’.

Hægt er að smella á hann og komast beint í kaupferlið. Ástæða fyrir því að margir kjósa að skrá sig inn er að hægt er að halda utan um öll miðakaup hjá Tix á mínum síðum.

Sjálfsagt! Þú getur náð í okkur í síma 551-3800 á virkum dögum milli kl. 12-16.

Bæði svarar starfsfólk Tix í símann en einnig notumst við símsvörunarþjónustu þar sem starfsfólk þeirra er reiðubúið að svara öllum helstu spurningum og símtöl eru svo áframsend til starfsfólk Tix Miðasölu sé þess þörf.

Afsakaðu það! Gott er að byrja að yfirfara hvort kortanúmerið sé rétt slegið inn, gildistími og slíkt og komi villumeldingin upp að nýju hvetjum við þig til að hafa samband við okkur í gegnum info@tix.is eða í s. 551-3800.

Greiðsla er ekki tekin í tvígang, en teljir þú slíkt hafa átt sér stað þá endilega láttu okkur vita svo við getum gengið úr skugga um að það sé leyst.

Við hvetjum þig til að byrja á að athuga hvort miðinn leynist inn á ‘’mínar síður’’ á tix.is. Sjáir þú hann þar ekki máttu endilega hafa samband við okkur í gegnum info@tix.is með öllum tilheyrandi upplýsingum, um hvaða viðburð var að ræða, upphæð, símanúmerið þitt o.s.frv.

Miðar

Öll svör við spurningum um miða á Tix: endursala, prentun, rafrænir miðar og fleira.

Þegar þú hefur keypt miða eða gjafakort hjá Tix Miðasölu, í gegnum vefinn eða síma, hefur þú 14 daga frá kaupum til þess að falla frá þeim og óska eftir endurgreiðslu á kaupunum hjá Tix Miðasölu. Þetta á hins vegar ekki við um aðgöngumiða sem keyptir eru þegar minna en 14 dagar eru í viðburð.

Þér er frjálst að áframselja miðana á kostnaðarverði til annars aðila og við getum nafnabreytt þeim fyrir þig, sé þess óskað.

Gott er að byrja á að athuga hvort greiðslan hafi farið í gegn af kortinu þínu eða þeim greiðslumáta sem þú nýttir við kaupin.

Sömuleiðis mælum við með því að athuga hvort staðfestingarpóstur frá okkur hafi lent í ruslhólfi. Ef þér tekst ekki að finna miðana hafðu þá samband við info@tix.is.

Nei, þess þarf ekki. Nóg er að vera með miðann á rafrænu formi, hvort sem er mynd af miðanum, tölvupóst í símanum, í Nova appinu eða annað slíkt.

Allir miðar frá Tix Miðasölu fara sjálfkrafa í Nova appið og mælum við með því að sækja það þar sem það býður upp á mjög hentuga leið til að geyma miðana þína. Þá er einnig hægt að hala miðunum niður á PDF formi.

Allir miðar eru sendir í tölvupósti á PDF formi. Óskir þú þess að fá þá útprentaða getur þú annað hvort mætt á skrifstofu okkar á Hallgerðargötu 13 eða sent okkur póst og við getum sent þá í pósti, en um slíka sendingu gildir póstburðargjald.

Ekki er þörf á því nema það sé sérstaklega tekið fram í lýsingu á viðburðinum eða í kaupferli.

Því miður er það ekki hægt þar sem á bak við hvern viðburð eru ólíkir viðburðahaldarar og hlutverk Tix er að veita þeim söluvettvang. Því er ekki hægt að færa miða á milli mismunandi viðburða þar sem á bak við þá geta verið ólíkir viðburðahaldarar.

Gjafakort

Finndu allt sem þú þarft að vita um gjafakort á Tix, þar á meðal rafræn gjafakort, notkunarskilmála og gildistíma.

Já, það er minnsta mál - öll gjafakort eru send rafrænt í tölvupósti á netfang sem skráð er við kaupin.

Óskir þú þess að gjafakortið sé sent á annað netfang geturðu áframsent það beint af kvittanasíðunni, hlaðið því niður á tækið sem þú notaðir við kaupin og áframsent það á þann máta eða haft samband við okkur hjá info@tix.is.

Já, það er hægt. Teljir þú þig ekki geta notað gjafakortið í kaupferlinu biðjum við þig vinsamlegast um að hafa samband á info@tix.is.

Nei, þess þarf ekki.

Já, óskir þú þess að fá það sent til þín getur þú valið það í kaupferlinu og við sendum þér það í almennum bréfpósti, en um slíka sendingu gildir póstburðargjald.

Gott er að hafa það í huga að þegar nær dregur t.d. jólum að þá tefst afgreiðslutími Póstsins og því mælum við með því að panta tímanlega.

Nei, það er ekki hægt.

Gjafakortin okkar gilda í tvö ár frá kaupdegi.

Hægt er að skoða stöðu á gjafakorti á einfaldan máta með því að smella á "Athuga stöðu" hnappinn efst á þessari síðu.

Endilega sendu okkur póst á info@tix.is. Við munum ógilda fyrra gjafakortið og senda þér nýtt.

Um gjafakort gilda sömu endurgreiðsluskilmálar og um miðakaup, hægt er að skila gegn fullri endurgreiðslu fyrstu 14 daga eftir kaup.

Við hvetjum þig til að nýta gjafakortið á þeim 2 árum sem þú hefur frá kaupdegi en hafi kortið þitt nýlega runnið út og þér ekki tekist að nýta það getur þú haft samband við okkur á info@tix.is.

Nei, það er því miður ekki hægt.

Viðburðir

Upplýsingar um aðgengi, myndatökur, breytingar á viðburðum og reglur vegna aldurstakmarka á viðburðum.

Ef viðburður fellur niður, þá er eigendum miða boðnir sambærilegir miðar á næstu dagsetningu viðburðar eða full endurgreiðsla á miða. Haft er samband við miðahafa með tölvupóstsendingu og í sumum tilfellum einnig í gegnum SMS. Sjáir þú ekki tölvupóst hjá þér þá hvetjum við þig til að kíkja einnig í ruslhólfið í pósthólfinu.

Ef um er að ræða aldurstakmark fyrir aðgang að viðburði er það ávallt tekið fram í kaupferli eða lýsingu á viðburðinum. Aldurstakmark á viðburði ræðst eftir útivistartíma barnaverndarlaga og lögum um vínveitingahús.

Börnum yngri en 18 ára er óheimilt að dvelja inni á veitingastað, sem leyfi hefur til áfengisveitinga eftir kl. 20.00 á kvöldin og fram til lokunar staðarins, nema í fylgd með forsjáraðila. Viðburðarhaldari getur sett frekari reglur varðandi aldurstakmörk og gilda þær þá fram yfir þær reglur sem settar eru í skilmálum Tix Miðasölu.

Öll framkvæmd viðburða er á ábyrgð viðburðahaldara. Þau reyna ávallt að gæta þess að aðgengi sé fyrir hreyfihamlaða. Hvetur Tix Miðasala viðburðahaldara til að huga að því til að tryggja aðgengi fyrir alla. Hamlanir geta orðið vegna ólíkra viðburðastaða eða eðli viðburða en séu spurningar um aðgengi þá má ávallt spyrja okkur í gegnum info@tix.is.

Reglur um slíkt eru mismunandi, á mörgum viðburðum er það leyft en viðburðahaldarar geta sett reglur um að slíkt sé ekki leyfilegt ásamt öryggisgæslu á staðnum. Tix Miðasala sem söluaðili setur ekki reglur að þessu lútandi.

Endurgreiðslur

Upplýsingar um endurgreiðslur á Tix.is: aflýstir viðburðir, miða- og gjafakortaskil, og forfallavernd.

Ef viðburður fellur niður, þá er eigendum miða boðnir sambærilegir miðar á næstu dagsetningu viðburðar eða full endurgreiðsla á miða.

Nei, slíkt fellur ekki undir tilefni til endurgreiðslu. Við hvetjum þig til að kaupa forfallavernd sem tekur tillit til ýmissa tilfella sem geta orsakað það að þú komist ekki, t.d. veikinda (gegn læknisvottorði), dauðsfalls eða slæmra veðurskilyrða sem valda því að vegir lokast. Þá er þér nánast ávallt heimilt að áframselja miða á kostnaðarverði til annars aðila.

Þegar þú hefur keypt miða eða gjafakort hjá Tix Miðasölu, í gegnum vefinn eða síma, hefur þú 14 daga frá kaupum til þess að falla frá þeim og óska eftir endurgreiðslu á kaupunum hjá Tix Miðasölu. Þetta á hins vegar ekki við ef minna en 14 dagar eru í viðburð.

Það er hægt falli miðakaupin undir almenna endurgreiðsluskilmála.

Um gjafakort gilda sömu endurgreiðsluskilmálar og um miðakaup, hægt er að skila gegn fullri endurgreiðslu fyrstu 14 daga eftir kaup.

Þurfir þú að sækja um endurgreiðslu í gegnum forfallavernd þá ferð þú í gegnum ferlið á vefsíðu söluaðilans og fyllir út umsókn sem nálgast má hér. Öll þjónusta forfallaverndar fer fram í gegnum söluaðilann, JMM Ireland.

Við vekjum athygli á því að póstsamskipti geta farið í ruslhólfið og hvetjum þig til að kíkja þangað teljir þú þig ekki hafa fengið svar.

Mínar síður

Skoðaðu öll miðakaupin þín, endurstilltu lykilorð og fáðu aðstoð við innskráningu á Tix.

Hafir þú stofnað notendaaðgang hjá okkur getur þú skoðað öll þau miðakaup sem keypt hafa verið á þeim aðgangi.

Á innskráningarsíðu er valmöguleikinn “Gleymt lykilorð”. Hafir þú glatað þínu lykilorði getur þú fengið nýtt sent í tölvupósti.

Hafir þú ekki fengið lykilorð sent í tölvupósti endilega sendu okkur póst á info@tix.is og við aðstoðum þig. Lykilorðin eru send beint úr tölvupóstkerfi okkar og geta því hafa lent í ruslhólfi, hvetjum við þig því til að kanna það teljir þú lykilorðið ekki hafa skilað sér.

Endilega hafðu samband við okkur á info@tix.is og við aðstoðum þig.

Sendu okkur endilega póst á info@tix.is og við aðstoðum þig við að loka honum.

Streymi

Upplýsingar um endurgreiðslur vegna streymis, tæki sem þarf og aðgengi streymis á sjónvarpi.

Þú átt rétt á endurgreiðslu hafir þú keypt óvart tvo miða eða fleiri vegna tæknierfiðleika, notaðir sama netfang í bæði skipti og hafðir sannarlega samband til að fá aðstoð áður en umfram miðarnir voru keyptir.

Sömuleiðis átt þú rétt á endurgreiðslu hafi streymisviðburðinum verið aflýst, eða hann fór ekki fram af einhverjum ástæðum.

Helstu sjónvörp, snjalltæki, tölvur og hugbúnaður getur nýst við streymi. Séu sérstakar kröfur munu þær koma fram í viðburðarlýsingu eða á öðrum áberandi stað.

Þú sem kaupandi berð ábyrgð á því að sá búnaður (viðtæki, hugbúnaður, nettenging) sem þú hyggst nota til þess að horfa á streymisviðburð uppfylli kröfur til þess að geta tekið á móti streyminu. Gæði streymis getur verið mismunandi eftir þeim búnaði sem þú notar til þess að horfa á viðburðinn.

Fjarskiptaþjónustur sjá um streymi og almennt er það svo að það er aðgengilegt í gegnum þeirra veitur. Í sumum tilfellum er viðburðahaldari með streymi aðgengilegt í gegnum Youtube eða annan slíkan miðil en miðahafar fá allar tilheyrandi upplýsingar sendar í kjölfar miðakaupa.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger