Skilmálar

Skilmálar þessir gilda frá og með 17. maí 2023


Vinsamlegast farið vel yfir miðakaupin þegar þau eiga sér stað: er þetta rétt dagsetning?, rétt svæði?, rétt tímasetning? o.s.frv. Það kemur fyrir að ekki er hægt að leiðrétta miðakaup eftirá.

Áframsala miða


Ekki er heimilt að áframselja miða með fjárhagslegum hagnaði. Ef miði er seldur með fjárhagslegum hagnaði fyrir annan aðila en aðstandenda viðburðar, þá áskilur Tix Miðasala sér rétt til að ógilda miðann með öllu.


Viðburður fellur niður


Ef viðburður fellur niður, þá er eigendum miða boðnir sambærilegir miðar á næstu dagsetningu eða full endurgreiðsla á miða.


Tímasetningu viðburðar er breytt


Ef dag- eða tímasetningu viðburðar er breytt, þá færast miðarnir sjálfkrafa á nýja dag/tímasetningu. Ef ný dag/tímasetning hentar ekki á kaupandi rétt á endurgreiðslu, en Tix Miðasala getur í tilkynningu um breytingu sett ákveðin tímamörk sem viðskiptavinir hafa til að falla frá kaupunum.


Endurgreiðsla

Þegar þú hefur keypt miða eða gjafakort hjá Tix Miðasölu, í gegnum vefinn eða síma, hefur þú 14 daga frá kaupum til þess að falla frá þeim og óska eftir endurgreiðslu á kaupunum hjá Tix Miðasölu. Þetta á hins vegar ekki við um beiðnir sem berast þegar minna en 14 dagar eru í viðburð, ef um aðgöngumiða er að ræða. Eftir að miði hefur verið sendur í pósti til eigenda þá er póstburðargjald í engum tilfellum endurgreitt.


Ábyrgð viðburða


Allir viðburðir sem í sölu eru hjá Tix Miðasölu eru ábyrgð aðstandenda viðburðar, ekki Tix Miðasölu.


Aldurstakmark


Aldurstakmark á viðburði ræðst eftir útivistartíma barnaverndarlaga og lögum um vínveitingahús. Börnum yngri en 18 ára er óheimilt að dvelja inni á veitingastað, sem leyfi hefur til áfengisveitinga. eftir kl. 20.00 á kvöldin og fram til lokunar staðarins, nema í fylgd með forsjáraðila. Viðburðarhaldari getur þó sett sínar eigin reglur varðandi aldurstakmörk og gilda þær þá fram yfir þær reglur sem settar eru í skilmálum Tix Miðasölu.


Takmarkaður miðafjöldi


Á suma viðburði er miðafjöldi takmarkaður við miðakaup, ef fleiri miðar eru keyptir á saman nafn, kennitölu, netfang eða kreditkort, þá áskilur Tix Miðasala sér rétt til þess að ógilda alla miða sem keyptir eru umfram þann fjölda sem tiltekinn er.


Tölvupóstur


Með kaupum á miða hjá Tix Miðasölu, samþykkir þú að fá sendan tölvupóst, svosem upplýsingar um viðburðinn eða þjónustu tengda honum, frá þeim aðila er stóð að viðburðinum. Ef þú af einhverjum ástæðum vilt ekki samþykkja þetta, þá getur þú haft samband við skrifstofu Tix Miðasölu.


Persónuupplýsingar


Tix Miðasala meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við lög, persónuverndarstefna Tix er aðgengileg hér.


Persónulegir munir


Tix Miðasala og aðstandendur viðburða bera enga ábyrgð á persónulegum munum miðaeigenda fyrir, á meðan, eða eftir að viðburði lýkur.


Aðgöngumiðar á hátíðir


Aðgöngumiðar á hátíðir gefa ótakmarkaðan aðgang að öllum viðburðum hátíðarinnar nema annað komi fram á miða eða í miðakaupum, þó jafnframt háð fjöldatakmörkunum hvers viðburðar fyrir sig.


Miðinn í símann


Veljir þú að nýta þér þann möguleika að fá miðann beint í símann þá samþykkir þú um leið að Tix sendi upplýsingar um miðann þinn til Nova til birtingar í Nova appinu. Nova meðhöndlar upplýsingar í samræmi við skilmála Nova og meðhöndlun persónuupplýsinga.


Skilmálar fyrir streymisviðburði (pay per view)

Vinsamlegast farið vel yfir miðakaupin þegar þau eiga sér stað, er þetta rétt dagsetning, rétt svæði, rétt tímasetning o.s.frv. Það kemur fyrir að ekki er hægt að leiðrétta miðakaup eftirá.

Þú átt rétt á endurgreiðslu ef
  • þú keyptir óvart keyptir tvo miða vegna tæknierfiðleika, notaðir sama netfang í bæði skipti og hafði sannarlega samband til að fá aðstoð áður en seinni miður var keyptur.

  • Viðburðinum var aflýst.

  • Viðburðurinn fór ekki fram af einhverjum ástæðum.

  • Meira en 80% af viðburðinum var sannarlega með gæðavandamál (ekkert hljóð, léleg hljóð & myndgæði) í beinu útsendingunni og ekki var hægt að horfa á upptöku af viðburðinum án gæðavandamála innan 12 klukkustunda eftir að útsendingu lauk.

Viðburðahaldari endurgreiðir ekki miða út af persónulegum aðstæðum miðahafa sem komu í veg fyrir að þú gast horft á viðburðinn.

Viðburðahaldari tekur ekki ábyrgð á öllum tæknivandamálum sem geta komið upp hjá miðahafa og getur ekki ábyrgst að öll stýrikerfi, tengingar og tæki virki sem skyldi.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger