© 2025 Tix Miðasala
Fáðu aðgang að stærsta miðasöluvettvangi Íslands til að koma þínum viðburðum á framfæri á öruggan og þægilegan máta.
Við veitum heildstæða þjónustu og sjáum um uppsetningu viðburðar, alla þjónustu við miðahafa og höldum utan um allt ferlið frá upphafi til enda, fyrir þig.
Skráðu allar upplýsingar um viðburðinn þinn og við bætum honum í sölu á Tix.is
Auglýstu viðburðarsíðuna þína og byrjaðu að selja miða.
Notaðu Tix skanna og öpp til að skanna miða fljótt og örugglega til að forðast raðir.
Tix sér um allar greiðslur og innheimtu. Þú færð svo söluna greidda, að frádreginni okkar þóknun
Miðasala er hafin á viðburðinn þinn og þú hefur þegar selt fyrstu miðana!
Tix.is er þekkt vörumerki sem fær mikla auglýsingu á öllum miðlum. Þá bjóðum við einnig upp á sterkan póstlista, samstarf við Nova appið, ásamt okkar eigin samfélagsmiðlum til að aðstoða við þína markaðssetningu.
Við styðjum alla helstu greiðsluleiðir á Íslandi. Þóknun sem við tökum fyrir að sjá um sölu á viðburðum er 5,5% af miðaverði + 1,5% í færslugjöld.
Allir viðburðahaldarar okkar hafa aðgang að þjónustuveri okkar í gegnum tölvupóst og síma. Við hjálpum þér með miðasölu og utanumhald í kringum viðburðina þína.
Nokkrar greiðsluleiðir eru í boði, hægt er að greiða með öllum helstu greiðslukortum, Pay Léttkaup, Aur, Kass og Netgíró. Þá er einnig hægt að nota gjafakort Tix.is við kaup.
Tix Miðasala setur engar reglur um aldurstakmark miðakaupenda nema umfram það sem almennar reglur um fjárræði segja. Sumir viðburðir setja þó aldurstakmörk á viðburði og geta krafist skilríkja við hurð.
Öll miðaverð eru ákveðin af viðburðarhaldara hverju sinni og fer það eftir þeim hvort boðið sé upp á afslátt fyrir eldri borgara og/eða öryrkja. Sé það í boði þá er það tekið fram í kaupferli hvers viðburðar og/eða sérstök miðagerð er í boði á vefnum.
Almennt er það svo að fyrir hvern viðburð er leyfilegt að kaupa að hámarki 10 miða. Þó geta verið undantekningar frá þessari reglu sem viðburðahaldari setur, t.d. í tilfelli takmarkaðs miðaframboðs á eftirsótta viðburði. Séu um stærri pantanir að ræða en 10 miða þá getur starfsfólk Tix Miðasölu aðstoðað þig, best er að senda póst á info@tix.is ásamt öllum upplýsingum.
Já, í kaupferlinu er boðið upp á að kaupa forfallavernd sem hluta af kaupum á suma viðburði á Tix.is. Skilmála söluaðila forfallaverndarinnar, JMM Ireland, má nálgast með því að smella hér.
Með kaupum á forfallavernd samþykkir miðahafi skilmála söluaðila og mögulega afhendingu gagna vegna endurgreiðslubeiðnar. Forfallavernd er í engum tilfellum endurgreidd. Við vekjum athygli á því að forfallavernd tekur eingöngu til miða, en ekki veitinga, drykkja eða annars varnings. Við hvetjum miðahafa til að kynna sér skilmála forfallaverndar til að ganga úr skugga um í hvaða tilfellum hægt er að sækja um endurgreiðslu í gegnum söluaðila hennar.