Prosecco skemmtiskokk Vogafjóss

Vogafjós

27. september

Miðaverð frá

3.500 kr.

Vogafjós stendur fyrir prosecco skemmtiskokki og göngu þann 27. september 2025. Það tókst svo vel til í fyrra að það var ekki spurning um annað en að endurtaka leikinn!

Skemmtiskokkið hefst við gistiheimili Vogafjóss. Ræst verður kl 16:00 og verða farnir rúmlega 4 km í gegn um Vogahraun. Það verða 2 drykkjarstöðvar á leiðinni og svo skálað í lok hlaups og boðið upp á 20% afslátt af veitingum í Vogafjósi eftir hlaupið. Skráningargjald er 3.500kr fyrir 18. ára og eldri og innifalið í því er auðvitað prosecco ásamt óáfengjum drykkjum svo það geta allir tekið þátt! 17. ára og yngri velkomið að taka þátt án endurgjalds. Það er ekkert salerni á leiðinni. Engin tímataka. Þetta á bara að vera gleðileg stund þar sem við njótum náttúru Mývatns og samveru saman og skálum fyrir því!

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger