Prosecco skemmtiskokk Vogafjóss

Vogafjós

27 September

Ticket prices from

ISK 3,500

Vogafjós stendur fyrir prosecco skemmtiskokki og göngu þann 27. september 2025. Það tókst svo vel til í fyrra að það var ekki spurning um annað en að endurtaka leikinn!

Skemmtiskokkið hefst við gistiheimili Vogafjóss. Ræst verður kl 16:00 og verða farnir rúmlega 4 km í gegn um Vogahraun. Það verða 2 drykkjarstöðvar á leiðinni og svo skálað í lok hlaups og boðið upp á 20% afslátt af veitingum í Vogafjósi eftir hlaupið. Skráningargjald er 3.500kr fyrir 18. ára og eldri og innifalið í því er auðvitað prosecco ásamt óáfengjum drykkjum svo það geta allir tekið þátt! 17. ára og yngri velkomið að taka þátt án endurgjalds. Það er ekkert salerni á leiðinni. Engin tímataka. Þetta á bara að vera gleðileg stund þar sem við njótum náttúru Mývatns og samveru saman og skálum fyrir því!

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger