© 2025 Tix Miðasala
Kaffi Flóra
•
2. október
Sala hefst
11. ágúst 2025, 12:00
(eftir 2 daga)
Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson haustfögnuður á Kaffi Flóru
Söngvaskáldið ástsæla Ólöf Arnalds og víðförli bassaleikarinn og tónskáldið Skúli Sverrisson hafa leikið saman um langt skeið. Ávextir þessa farsæla samstarfs eru fjöldi hljómplatna sem hlotið hafa mikla viðurkenningu víða um heim, m.a. hinar dáðu Seríu plötur Skúla, fjórar sólóplötur Ólafar. Þá ber að nefna tónlistina við leikritið Saknaðarilmur í Þjóðleikhúsinu sem þau hlutu Grímuverðlaunin fyrir.
Nýjasta verkefni þeirra er Spíra, fimmta sólóplata Ólafar sem væntanleg er 5. desember á þessu ári, en fyrsta smáskífa plötunnar, Tár í morgunsárið, kemur út 25. september á vegum breska útgáfufélagsins Bella Union. Til að fagna þessum áfanga blása þau Ólöf og Skúli til sérstakrar hátíðardagskrár á Café Flóru þar sem saman fara verk eftir þau bæði, ný og eldri í bland, auk sérvalinna tökulaga. Lengi vel hélt Ólöf gjarnan sólstöðutónleika á Kaffi Flóru, bæði á sumri og vetri og er því um sérlega ánægjulega endurkomu í þessi gróðursælu húsakynni að ræða.