LÓA – The Reykjavík Music & Food Festival

Laugardalurinn í Reykjavík

21. júní

Miðaverð frá

17.900 kr.

LÓA – The Reykjavík Music & Food Festival

Liveproject kynnir með stolti tónlistar- og matarhátíðina LÓA – The Reykjavík Food & Music Festival í samstarfi við Götubitann sem fram fer í Laugardalnum 21. júní næstkomandi.

LÓA – The Reykjavík Food & Music Festival er sannkölluð stórhátíð þar sem tónlist og matur sameinast. Við viljum taka það fram að hátíðin verður fjölskylduvæn. Samstarfsaðilar LÓU eru Gull 0,0%, 66 North, Joe & The Juice, Nova, Luxor og Prikið.

Á hátíðinni koma fram stór nöfn á borð við:

  • Jamie XX (UK)

  • De La Soul (US)

  • Yasiin Bey (Mos Def) (US)

  • Mobb Deep (US)

  • Skratch Bastid (CA)

  • Joy Anonymous (UK)

Einnig kemur fram fjöldinn allur af íslensku tónlistarfólki, svo sem: Gugusar, Saint Pete, Inspector Spacetime, Hildur, B-Ruff, GDRN, Klaves, Fingaprint og fl.

Í hjarta Laugardalsins verður sett upp stórt matarsvæði með matarvögnum sem munu bjóða upp á kræsingar úr öllum áttum í samstarfi við Götubitann. 20 ára aldurstakmark er á hátíðina en gestir yngri en 20 ára eru velkomnir í fylgd með fullorðnum. Dagskrá hefst klukkan 13:00 og lýkur klukkan 22:30.

Að LÓU standa menningarhreyfingin Liveproject, sem hefur meðal annars staðið að viðburðum þar sem fram hafa komið stjörnur á borð við Booka Shade, DJ Shadow, Carl Craig og Talib Kweli og Götubitinn, sem árlega heldur hina alræmdu Götubitahátíð.

Aðeins 4.500 miðar í boði, ekki sofa á þessu!

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger