© 2025 Tix Miðasala
Laugardalurinn í Reykjavík
•
21. júní
Miðaverð frá
17.900 kr.
LÓA – The Reykjavík Music & Food Festival
Liveproject kynnir með stolti tónlistar- og matarhátíðina LÓA – The Reykjavík Food & Music Festival í samstarfi við Götubitann sem fram fer í Laugardalnum 21. júní næstkomandi.
LÓA – The Reykjavík Food & Music Festival er sannkölluð stórhátíð þar sem tónlist og matur sameinast. Við viljum taka það fram að hátíðin verður fjölskylduvæn. Samstarfsaðilar LÓU eru Gull 0,0%, 66 North, Joe & The Juice, Nova, Luxor og Prikið.
Á hátíðinni koma fram stór nöfn á borð við:
Jamie XX (UK)
De La Soul (US)
Yasiin Bey (Mos Def) (US)
Mobb Deep (US)
Skratch Bastid (CA)
Joy Anonymous (UK)
Einnig kemur fram fjöldinn allur af íslensku tónlistarfólki, svo sem: Gugusar, Saint Pete, Inspector Spacetime, Hildur, B-Ruff, GDRN, Klaves, Fingaprint og fl.
Í hjarta Laugardalsins verður sett upp stórt matarsvæði með matarvögnum sem munu bjóða upp á kræsingar úr öllum áttum í samstarfi við Götubitann. 20 ára aldurstakmark er á hátíðina en gestir yngri en 20 ára eru velkomnir í fylgd með fullorðnum. Dagskrá hefst klukkan 13:00 og lýkur klukkan 22:30.
Að LÓU standa menningarhreyfingin Liveproject, sem hefur meðal annars staðið að viðburðum þar sem fram hafa komið stjörnur á borð við Booka Shade, DJ Shadow, Carl Craig og Talib Kweli og Götubitinn, sem árlega heldur hina alræmdu Götubitahátíð.
Aðeins 4.500 miðar í boði, ekki sofa á þessu!