Bergur Ebbi - Tilraunasýning - Uppistand

Café Rosenberg

28. nóvember

Bergur Ebbi mætir til leiks með glænýtt uppistand í janúar 2025. En áður en að því kemur mun hann halda tilraunasýningar, með afar takmörkuðu miðaframboði, þar sem hugmyndir fá að flakka. Unnendur uppistands þekkja fyrirkomulagið á tilraunasýningum. Þar eru hugmyndirnar nýjar, hráar og oft fyndnari en þær verða nokkurn tímann síðar. Til umfjöllunar verða ökklabönd og læsi drengja, soda-stream og bakgarðshlaup og fleira og fleira.

Bergur Ebbi er einn reyndasti uppistandari landsins með tæpa tveggja áratuga reynslu af uppistandi, fyrirlestrahaldi og alvarlegum jafnt sem gamansömum greiningum á samfélaginu í bókum, pistlum, sjónvarps- og útvarpsefni

Næstu sýningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger