© 2024 Tix Miðasala
Harpa
•
20. desember
Miðaverð frá
2.500 kr.
SPEGLAR - Tríó Esja
Guðrún Brjánsdóttir (sópran og ljóðskáld), Herdís Ágústa Linnet (píanóleikari) og Kristín Ýr Jónsdóttir (flautuleikari) í Tríó Esju koma hér saman og flytja franska tímamótatónlist. Tónlistin sem flutt verður á það öll sameiginlegt að hafa sótt innblástur úr franskri ljóðlist. Tríóið hefur áður flutt franska tónlist í Dómkirkjunni við góðar undirtektir.
Frumsamin ljóð Guðrúnar fléttast við píanóleik í verkinu Miroirs/Speglar eftir Maurice Ravel þar sem tónlistin speglar sig í náttúrinni og listformin mætast. Frumflutningur verður á verki eftir sænska tónskáldið Zacharias Wolfe sem samið hefur píanóverk fyrir Herdísi og teygir arma sína í átt að hljóðheimi franska impressionismans. Les Chansons de Bilitis, fyrir flautu og píanó, og Trois Chansons de Bilitis, fyrir söng og píanó, eftir Claude Debussy eru verk sem sóttu bæði innblástur frá ljóðum Pierre Louys, sem var kær vinur tónskáldsins. Að lokum heyrum við tríóið spila saman La Flute Enchantée úr Shéhérazade, eftir Maurice Ravel.
Verið hjartanlega velkomin á tónleika þar sem tónlistin mætir ljóðlistinni, á notalegu föstudagskvöldi í vetrarmyrkri Kaldalóns í Hörpu, föstudaginn 20. desember kl. 20:00.
Verkefnið er styrkt af tónlistarsjóði Ýlis - tónlistarsjóði Hörpu fyrir ungt fólk.