Jólatónleikar Ylju á Sjálandi

Sjáland

19. desember

Með fjölbreyttu og skemmtilegu jólalagaprógrammi með lögum allt frá íslenska þjóðararfinum eins og um hinn sí svanga Jólakött yfir í poppaðari smelli á borð við Last Christmas vekja þær Bjartey og Gígja upp jólaandann og YLJA áheyrendum á Jólatónleikum á Sjálandi þann 19. desember.


Þeirra ómþýði söngur og hugljúfi gítarleikur er á þessum tíma árs sveipaður sannkölluðum jólaanda og verður engu til sparað í jólagleði og góðri stemningu hjá stelpunum að vanda. Því er tilvalið að hverfa frá jólaamstrinu um stund, koma sér vel fyrir í hlýjunni á Sjálandi og njóta ljúfra jólatónleika með góðan drykk í hönd. Húsið opnar kl 19:00 og tónleikar hefjast kl 20:00.

Hægt er að kaupa gómsætan smáréttaplatta. Á honum má finna:

  • Rækjukokteill á smjördeigi með sítrónu og papriku

  • Kalkúnataco, piparrótardressing, perur og pikklað rauðkál

  • Graflaxsamloka með kotasælusalati og graflaxssósu

  • Hreindýraborgari með grænum eplum og gráðakostadressingu

  • Hnetusteik með döðlu hindberjachutney og apríkósudressingu (v)

Hlökkum til að sjá ykkur í einum glæsilegasta veislusal landsins.


Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger