© 2024 Tix Ticketing
Sjáland
•
19 December
Með fjölbreyttu og skemmtilegu jólalagaprógrammi með lögum allt frá íslenska þjóðararfinum eins og um hinn sí svanga Jólakött yfir í poppaðari smelli á borð við Last Christmas vekja þær Bjartey og Gígja upp jólaandann og YLJA áheyrendum á Jólatónleikum á Sjálandi þann 19. desember.
Þeirra ómþýði söngur og hugljúfi gítarleikur er á þessum tíma árs sveipaður sannkölluðum jólaanda og verður engu til sparað í jólagleði og góðri stemningu hjá stelpunum að vanda. Því er tilvalið að hverfa frá jólaamstrinu um stund, koma sér vel fyrir í hlýjunni á Sjálandi og njóta ljúfra jólatónleika með góðan drykk í hönd. Húsið opnar kl 19:00 og tónleikar hefjast kl 20:00.
Hægt er að kaupa gómsætan smáréttaplatta. Á honum má finna:
Rækjukokteill á smjördeigi með sítrónu og papriku
Kalkúnataco, piparrótardressing, perur og pikklað rauðkál
Graflaxsamloka með kotasælusalati og graflaxssósu
Hreindýraborgari með grænum eplum og gráðakostadressingu
Hnetusteik með döðlu hindberjachutney og apríkósudressingu (v)
Hlökkum til að sjá ykkur í einum glæsilegasta veislusal landsins.