Þór Breiðfjörð - jólatónleikar

Fríkirkjan í Reykjavík

13. desember

Tónleikarnir eru um 70 mínútur, ekki verður hlé. Sætaval er frjálst,
húsið opnar 30 mínútum á undan.

Þessir persónulegu og hjartnæmu tónleikar Þórs Breiðfjörð hafa átt sérstakan sess í hjarta margra Íslendinga í gegnum árin og platan “Jól í stofunni” hljómar víða dagana fyrir jól. Í ár skal fagnað tvöfaldri útgáfu af áðurnefndri plötu: vínylplötu í númeruðu og árituð upplagi ásamt glæsilegri endurútgáfu á upphaflega geisladisknum sem var orðinn uppseldur.

Með Þór eru Jón Rafnsson, Kjartan Valdemarsson og Ásgeir Ásgeirsson; allir meðal okkar virtustu djasstónlistarmanna. Auk djassgítarsins er aldrei að vita nema Ásgeir bregði sem fyrr á leik með strengjahljóðfærum frá botni Miðjarðarhafs í völdum lögum. Kjartan lætur að sjálfsögðu flygilinn tala og aldrei að vita hvað fleira hann grípur í. Saman er þetta tríó af tónlistarkempum troðfullur jólapakki af taumlausri spilagleði og hafa fjórmenningarnir, með Þór við hljóðnemann, skapað fallega og afslappaða stemmingu um hver jól ... þótt einhver uppátæki séu hugsanlega ekki langt undan.

Sérstakur gestur er sonur Þórs, Kristinn Breiðfjörð, en þeir feðgar sungu saman í fyrsta sinn á tónleikum í fyrra. Það vakti mikla undrun og kátínu síðastliðin jól að Kristinn faldi sig í risastórum jólapakka í 40 mínútur áður en hann spratt fram og söng. Hver veit hvað gerist í ár.

Þór Breiðfjörð – söngur/vocal

Ásgeir Ásgeirsson– gítar/guitar

Kjartan Valdemarsson – píano/piano

Jón Rafnsson – kontrabassi/doublebass

Þór breytir til og verður í hjarta borgarinnar við Tjörnina í ár; í Fríkirkjunni í Reykjavík.

Nánar um listamennina:

Þór Breiðfjörð hefur flutt lög fyrir landsmenn í anda Nat King Cole og fleiri flauelsbarka í mörg ár. Hann á farsælan feril að baki í alþjóðlegum söngleikjum auk þess að hafa unnið Grímuna hér á landi fyrir hlutverk Jean Valjean í Vesalingunum (Þjóðleikhúsið), grímutilnefningu fyrir hlutverk Óperudraugsins í Eldborg og gríðarlega farsæla uppsetningu á Jesus Christ Superstar í Eldborg þar sem Þór söng hlutverk Júdasar. Í febrúar 2024 frumsýndi Þór og lék aðalhlutverkið í nýja Íslenska gamanrokksöngleiknum Hark! Þór hefur gefið út þrjár einmenningsplötur, meðal annars jólaplötuna Jól í stofunni sem hægt er að hlusta á hér:

http://bit.ly/thorjol

Ásgeir Ásgeirsson er einn fremsti djassgítarleikari landsins og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir bæði tónsmíðar og plötuútgáfu. Hann spilar reglulega í leiksýningum og fjölda tónleika hér á landi. Hægt er að lesa sér til um hann hér:

https://www.tonlistarskolifih.is/kennarar/4

Jón Rafnsson er gríðarlega afkastamikill og farsæll hljóðfæraleikari og

plötuútgefandi. Meðal verkefna hans má nefna tríóin Guitar Islancio,

DJÄSS og Delizie Italiane. Hægt er að lesa meira um Jón hér:

http://jrmusic.is/jon-rafnsson/

Kjartan Valdemarsson er einn af vinsælustu píanistum landsins, bæði í leikhúsi og á alls konar tónleikum. Hann er meðlimur í hljómsveitinni Todmobile, hefur útsett fyrir Stórsveit Reykjavíkur og svo mætti lengi telja. Hægt er að lesa um hann hér:

https://is.wikipedia.org/wiki/Kjartan_Valdemarsson

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger