Borgardætur - jólatónleikar

Harpa

11. - 12. desember

Miðaverð frá

9.990 kr.

Allt frá útkomu "Jólaplötunnar", árið 2000, hafa hinar óviðjafnanlegu Borgardætur, Andrea Gylfa, Ellen Kristjáns og Berglind Björk haldið jólatónleika í desember við frábærar undirtektir.
Þær koma nú saman á ný eftir nokkurra ára hlé og það verður allt vitlaust í boðinu.
Að þessu sinni verða tónleikarnir haldnir í Norðurljósasal Hörpu.

Á efnisskránni verða sem fyrr jólalög í bland við glens, grín og spuna að hætti dætranna.
Einnig er von á Skáldkonunni góðu að handan.
Óviðjafnanleg skemmtun, einstök blanda af hátíðleika og hlátri fyrir fullorðna.

Eyþór Gunnarsson  útsetjari og píanóleikari er tónlistarstjóri dætranna að venju.
Með honum spila Magnús Trygvason Eliassen á trommur og Andri Ólafsson á bassa.

GÓÐA SKEMMTUN!

Viðburðarhaldari: Borgardætur

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger