Silva & Steini - Jól í Iðnó

IÐNÓ

6. desember

Samhljóma raddir, íðilfagurt undirspil og sterk nánd verða í öndvegi í Iðnó 6. desember, þegar Silva Þórðardóttir (söngur) og Steingrímur Teague (söngur, píanó) telja í gríðarlega jólalegt prógramm ásamt gæðalegri hljómsveit.

Þau Silva & Steini verða með nýja jólaplötu í farteskinu, þar sem þau spreyta sig á mörgum minna þekktum jólalögum á ensku, í bland við nokkrar íslenskar perlur og þekktari jólalummur. Með þeim í Iðnó verða Andri Ólafsson (bassi), Magnús Trygvason Eliassen (trommur), Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir (víbrafónn) og Eiríkur Orri Ólafsson (trompet).

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger