Silva & Steini - Jól í Iðnó

IÐNÓ

6 December

Samhljóma raddir, íðilfagurt undirspil og sterk nánd verða í öndvegi í Iðnó 6. desember, þegar Silva Þórðardóttir (söngur) og Steingrímur Teague (söngur, píanó) telja í gríðarlega jólalegt prógramm ásamt gæðalegri hljómsveit.

Þau Silva & Steini verða með nýja jólaplötu í farteskinu, þar sem þau spreyta sig á mörgum minna þekktum jólalögum á ensku, í bland við nokkrar íslenskar perlur og þekktari jólalummur. Með þeim í Iðnó verða Andri Ólafsson (bassi), Magnús Trygvason Eliassen (trommur), Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir (víbrafónn) og Eiríkur Orri Ólafsson (trompet).

Dates

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger