© 2024 Tix Ticketing
IÐNÓ
•
6 December
Samhljóma raddir, íðilfagurt undirspil og sterk nánd verða í öndvegi í Iðnó 6. desember, þegar Silva Þórðardóttir (söngur) og Steingrímur Teague (söngur, píanó) telja í gríðarlega jólalegt prógramm ásamt gæðalegri hljómsveit.
Þau Silva & Steini verða með nýja jólaplötu í farteskinu, þar sem þau spreyta sig á mörgum minna þekktum jólalögum á ensku, í bland við nokkrar íslenskar perlur og þekktari jólalummur. Með þeim í Iðnó verða Andri Ólafsson (bassi), Magnús Trygvason Eliassen (trommur), Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir (víbrafónn) og Eiríkur Orri Ólafsson (trompet).