© 2024 Tix Miðasala
Borgarleikhúsið
•
13 sýningar
Miðaverð frá
3.900 kr.
Köttur á heitu blikkþaki
Tímalaus klassík Tennesse Williams í leikstjórn Þorleifs Arnar
Frumsýnt 29. desember
Salur: Litla svið
Í þessu meistaraverki Tennessee Williams kemur fjölskylda saman til að fagna stórafmæli föðurins, en þegar líða tekur á kvöldið er fögnuðurinn fljótur að snúast upp í andhverfu sína. Erfðadeilur, sálarflækjur og kynferðisleg spenna leiða persónur verksins á tilfinningaleg jarðsprengjusvæði, þar sem baráttan fyrir tilverunni, frelsinu og sannleikanum tekur yfir.
Hvað erum við tilbúin að gera til að horfast ekki í augu við raunveruleikann?Þorleifur Örn er þekktur fyrir umfangsmiklar sýningar og listræn stórvirki, en í þetta sinn tekst hann á við sígilt verk með innilegri nálgun og þaulreyndum leikhópi. Þetta magnaða verðlaunaverk hefur aðeins einu sinni áður verið sett á svið í atvinnuleikhúsi á Íslandi en um fádæma vinsældir þess þarf ekki að fjölyrða.
Höfundur: Tennessee Williams
Þýðing: Jón St. Kristjánsson
Leikstjóri: Þorleifur Örn Arnarsson
Leikmynd og búningar: Erna Mist
Lýsing: Gunnar Hildimar Halldórsson
Hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason
Leikarar:
Ásthildur Úa Sigurðardóttir
Halldór Gylfason
Hákon Jóhannesson
Heiðdís Hlynsdóttir
Hilmir Snær Guðnason
Jörundur Ragnarsson
Katla Margrét Þorgeirsdóttir
Sigurður Ingvarsson