Köttur á heitu blikkþaki

Reykjavík City Theatre

13 shows

Ticket prices from

ISK 3,900

Köttur á heitu blikkþaki
Tímalaus klassík Tennesse Williams í leikstjórn Þorleifs Arnar

Frumsýnt 29. desember

Salur: Litla svið

Í þessu meistaraverki Tennessee Williams kemur fjölskylda saman til að fagna stórafmæli föðurins, en þegar líða tekur á kvöldið er fögnuðurinn fljótur að snúast upp í andhverfu sína. Erfðadeilur, sálarflækjur og kynferðisleg spenna leiða persónur verksins á tilfinningaleg jarðsprengjusvæði, þar sem baráttan fyrir tilverunni, frelsinu og sannleikanum tekur yfir.

Hvað erum við tilbúin að gera til að horfast ekki í augu við raunveruleikann?Þorleifur Örn er þekktur fyrir umfangsmiklar sýningar og listræn stórvirki, en í þetta sinn tekst hann á við sígilt verk með innilegri nálgun og þaulreyndum leikhópi. Þetta magnaða verðlaunaverk hefur aðeins einu sinni áður verið sett á svið í atvinnuleikhúsi á Íslandi en um fádæma vinsældir þess þarf ekki að fjölyrða.

Höfundur: Tennessee Williams

Þýðing: Jón St. Kristjánsson

Leikstjóri: Þorleifur Örn Arnarsson

Leikmynd og búningar: Erna Mist

Lýsing: Gunnar Hildimar Halldórsson

Hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason

Leikarar:

Ásthildur Úa Sigurðardóttir

Halldór Gylfason

Hákon Jóhannesson

Heiðdís Hlynsdóttir

Hilmir Snær Guðnason

Jörundur Ragnarsson

Katla Margrét Þorgeirsdóttir

Sigurður Ingvarsson

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger