Þjóðleikhúsið

2. - 18. maí

Miðaverð frá

7.550 kr.

Fersk og frískandi sýning að vori

Sund er bráðskemmtilegt nýtt íslenskt verk sem fjallar um sundmenningu okkar Íslendinga með fyndnum og frumlegum hætti. Á sviðinu er sundlaug og leikarar bregða sér í hlutverk sundgesta sem hlera samtöl annarra í pottinum, sóla sig, sprikla í kvöldsundi, skella sér í gufuna og kalda pottinn. Sundlaugar eru musteri okkar Íslendinga og nú fær laugin sjálf að bregða sér á fjalir leikhússins!

Leikhópurinn Blautir búkar frumsýndi Sund í Tjarnarbíói við frábærar undirtektir á síðasta leikári. Sýning hlaut tvær tilnefningar til Grímuverðlauna, fyrir hljóðmynd og dans- og sviðshreyfingar ársins. Nú verður sýningin unnin áfram og endurfrumsýnd í Þjóðleikhúsinu, og leikari úr Þjóðleikhúsinu, Örn Árnason, bætist í hópinn!

Sund

eftir Birni Jón Sigurðsson og leikhópinn

Leikstjórn: Birnir Jón Sigurðsson

Tónskáld: Friðrik Margrétar-Guðmundsson

Sviðshreyfingar: Andrean Sigurgeirsson í samstarfi við leikhópinn

Leikmynd og búningar: Kristinn Arnar Sigurðsson

Lýsing: Fjölnir Gíslason

Framleiðandi: Kara Hergils, MurMur Productions

Flytjendur: Andrean Sigurgeirsson, Erna Guðrún Fritzdóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Friðrik Margrétar-Guðmundsson, Kjartan Darri Kristjánsson, Þórey Birgisdóttir, Örn Árnason.

Blautir búkar í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Verkefnið er styrkt af Sviðslistasjóði.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger