Sund

Þjóðleikhúsið

June 6

Fersk og frískandi sýning að vori

Sund er bráðskemmtilegt nýtt íslenskt verk sem fjallar um sundmenningu okkar Íslendinga með fyndnum og frumlegum hætti. Á sviðinu er sundlaug og leikarar bregða sér í hlutverk sundgesta sem hlera samtöl annarra í pottinum, sóla sig, sprikla í kvöldsundi, skella sér í gufuna og kalda pottinn. Sundlaugar eru musteri okkar Íslendinga og nú fær laugin sjálf að bregða sér á fjalir leikhússins!

Leikhópurinn Blautir búkar frumsýndi Sund í Tjarnarbíói við frábærar undirtektir á síðasta leikári. Sýning hlaut tvær tilnefningar til Grímuverðlauna, fyrir hljóðmynd og dans- og sviðshreyfingar ársins. Nú verður sýningin unnin áfram og endurfrumsýnd í Þjóðleikhúsinu, og leikari úr Þjóðleikhúsinu, Örn Árnason, bætist í hópinn!

Sund

eftir Birni Jón Sigurðsson og leikhópinn

Leikstjórn: Birnir Jón Sigurðsson

Tónskáld: Friðrik Margrétar-Guðmundsson

Sviðshreyfingar: Andrean Sigurgeirsson í samstarfi við leikhópinn

Leikmynd og búningar: Kristinn Arnar Sigurðsson

Lýsing: Fjölnir Gíslason

Framleiðandi: Kara Hergils, MurMur Productions

Flytjendur: Andrean Sigurgeirsson, Erna Guðrún Fritzdóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Friðrik Margrétar-Guðmundsson, Kjartan Darri Kristjánsson, Þórey Birgisdóttir, Örn Árnason.

Blautir búkar í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Verkefnið er styrkt af Sviðslistasjóði.

Next shows

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger
Nothing was found for “”

You could try to search for something else, or see if the search term is spelled correctly.