Orgelsumar / Organ Summer - Ágúst Ingi Ágústsson, orgel Kópavogur

Hallgrímskirkja

20. júlí

Sala hefst

20. desember 2024, 03:38

()

ORGELSUMAR Í HALLGRÍMSKIRKJULaugardagur 20. júlí kl. 12Ágúst Ingi Ágústsson orgel Kópavogur

Ágúst Ingi Ágústsson lauk kantorsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar árið 1998 þar sem Hörður Áskelsson var aðalkennari hans. Árið 2008 lauk hann einleiksáfanga á orgel við sama skóla, einnig undir handleiðslu Harðar. Veturinn 2000-2001 sótti hann tíma í orgelleik hjá prof. Hans-Ola Ericsson í Piteå í Svíþjóð. Í júní sl. útskrifaðist Ágúst af kirkjutónlistarbraut við Listaháskóla Íslands þar sem hann lærði m.a. orgelleik hjá Eyþóri Inga Jónssyni og kórstjórn hjá Magnúsi Ragnarssyni. Ágúst hefur stjórnað sönghópnum Cantores Islandiae frá stofnun hópsins árið 2018. Hann starfaði sem organisti hjá kaþólsku kirkjunni í Hafnarfirði árin 1993–2000 og var stjórnandi gregorskórsins Cantores Iutlandiae í Danmörku árin 2011–2017. Fyrir utan tónlistariðkun starfar Ágúst sem læknir.

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger