Tix.is

  • Frá 15. ágúst
  • Til 17. október
  • 9 dagsetningar
Miðaverð:3.750 kr.
Um viðburðinn

Sýningarnar hefjast aftur eftir hlé þann 31. janúar 2021. 

Þeir sem áttu miða á sýningar sem var aflýst vegna samkomutakmarkana fá sendar upplýsingar í tölvupósti frá midasala@harpa.is. Athugið að pósturinn getur endað í ruslhólfi.

Hægt er að kaupa gjafakort fyrir sýninguna hér

Tanntröllin Karíus og Baktus lifa sannkölluðu sældarlífi í munninum á drengnum Jens. Enda notar hann tannburstann lítið sem ekkert og vill helst gæða sér á allskyns sætindum sem Karíus og Baktus kunna svo sannarlega að meta. Félagarnir hreiðra um sig í tönnunum og ræða framtíðardrauma um byggingaframkvæmdir í munninum. En þegar þeir gerast of aðgangsharðir verður Jens að fara til tannlæknis sem setur framkvæmdirnar í uppnám og félagarnir þurfa að leita á nýjar slóðir.

Karíus og Baktus er sígilt ævintýri eftir Thorbjörn Egner. Sagan kom fyrst út á bók árið 1949 og síðan þá hafa þessir litlu prakkarar notið mikilla vinsælda meðal barna víða um heiminn.

Nú má sjá þessa sígildu prakkara í fallegu leikhúsi sem sett hefur verið upp í Kaldalóni í Hörpu en það er miklu skemmtilegra að kíkja á þá þar en að hafa þá í munninum á sér. Karíus og Baktus er hress og skemmtileg sýning fyrir alla aldurshópa og er tilvalin fyrir unga krakka sem eru að kynnast töfrum leikhússins í fyrsta skipti.

Í ljósi þess að tveggja metra reglan er nú valkvæð, skv. leiðbeiningum yfirvalda, biðjum við gesti sem vilja tryggja sér þá fjarlægð vinsamlegast að hafa samband við miðasölu Hörpu í síma 528-5050.