© 2026 Tix Miðasala
Harpa
•
18. mars
Miðaverð frá
4.900 kr.




Helgi R. Heiðarsson, saxófónn
Hilmar Jensson, gítar
Freysteinn Gíslason, bassi
Matthías MD Hemstock, trommur
Kvartett bassaleikarans Freysteins Gíslasonar kynnir nýja plötu Thoughts, sem kemur út hjá Protomaterial Records 20. febrúar. Freysteinn hefur um árabil verið þekktur fyrir að feta sínar eigin slóðir í tónlist og skapa verk sem byggja á persónulegri og einlægri nálgun. Á Thoughts heldur hann þeirri vegferð áfram af enn meiri opnun, þar sem rými og frelsi fá að leiða tónlistina áfram. Platan einkennist af ljóðrænni nálgun þar sem lögin fá að anda og þróast á lífrænan hátt. Freysteinn opnar formið og leyfir ólíkum stemningum að lifa saman — hið fallega, hið skrýtna og hið ómstríða — án þess að setja þeim skýrar skorður. Útkoman er tónlist sem er bæði viðkvæm og kraftmikil, næm og óútreiknanleg í senn. Thoughts er hugleiðing um innra landslag mannsins; hugsanir, mótsagnir og augnablik sem móta okkur. Kvartettinn nálgast efnið með næmri samvinnu, þar sem hlustun og samspil eru í forgrunni. Platan býður hlustendum inn í heim þar sem tími hægist og tónlistin fær að tala á eigin forsendum.

