© 2026 Tix Miðasala
Austurbæjarbíó
•
29. apríl
Sala hefst
20. janúar 2026, 12:00
(eftir 20 klukkustundir)




Ok, bye 2026
Ok, bye er einn umtalaðasti viðburður hér á landi og fer fram sem hluti af Iceland Innovation Week 29. apríl. Þetta eina kvöld koma frumkvöðlar, fjárfestar, stjórnmálafólk og listafólk saman í Austurbæjarbíói þar sem list, nýsköpun og loftslagsmál mætast í óhefðbundinni sviðsuppsetningu. Markmiðið er að varpa ljósi á helstu strauma og stefnur í sjálfbærni og loftslagsmálum og þau öfl sem eru þegar farin að móta framtíðina.
Ok, bye er veisla fyrir augu og eyru. Viðburðurinn er ekki hefðbundin ráðstefna heldur loftslagsleikhús, þar sem fyrirlestrar og samtöl fléttast saman við listrænar uppákomur, tónlist og sjónræna upplifun. Hér mætast TEDx og Broadway í upplifun sem er jafn hugræn og hún er sjónræn.
Markmið Ok, bye er skýrt: að horfa fram á við. Dagskráin fjallar um þær róttæku breytingar sem eru óhjákvæmilegar út frá lausnamiðuðu sjónarhorni. Á svið stíga leiðtogar, frumkvöðlar og fjárfestar sem hugsa stórt, framkvæma hratt og eru þegar að umbreyta kerfum.
Í ár er Ok, bye tileinkað þemanu Future of Food. Í eina kvöldstund breytist Austurbæjarbíó í svið framtíðarinnar, þar sem matur, tækni, fjármagn og nýsköpun takast á við sameiginlegt verkefni: að endurhugsa hvernig við nærum heiminn.
Meðal umfjöllunarefna eru fæðuöryggi og fæðukerfi, fjárfestingar í matvælatækni og frumkvöðlalausnir sem eru þegar farnar að umbreyta matvælaframleiðslu og neyslu. Fyrirlestrar, samtöl, tónlist og sjónræn upplifun fléttast saman í öflugt sjónarspil fyrir augu og eyru, þar sem fortíð og framtíð mætast og nýjar leiðir verða sýnilegar.

