© 2025 Tix Miðasala
Seltjarnarneskirkja
•
14. febrúar
Miðaverð frá
3.500 kr.




Sinfóníuhljómsveit áhugamanna
Hljómsveitarstjóri: Oliver Kentish
Einleikari: María Qing Sigríðardóttir
Efnisskrá:
Joseph Haydn: Sellókonsert í D-dúr, Op. 101
Johannes Brahms: Sinfónía nr. 2 í D-dúr, Op. 73
María Qing Sigríðardóttir (f. 2004) hóf sellónám sitt fimm ára að aldri og stundar nú bakkalárnám hjá Prof. Conradin Brotbek við tónlistarháskólann í Stuttgart.
Vorið 2022 lauk María framhaldsprófi í sellóleik með hæstu einkunn frá Tónskóla Sigursveins. Hennar helstu kennarar voru Gunnar Kvaran, Örnólfur Kristjánsson og Ólöf Sigursveinsdóttir. Samtímis útskrifaðist hún sem stúdent með ágætiseinkunn úr Kvennaskólanum í Reykjavík.
Sem sigurvegari Ungra einleikara 2024 lék María einleik í Eldborg með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Petri Sakari. Hún hefur einnig komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins. Árið 2022 hlaut hún þriðja sæti í North International Music Competition.
María kemur reglulega fram á tónleikum víða um Evrópu, sem einleikari, í mismunandi kammerhópum og hljómsveitum.
Nánari upplýsingar um Sinfóníuhljómsveit áhugamanna má finna á heimasíðu hljómsveitarinnar: www.ahugasinfonia.is
Aðgangseyrir er 3500 kr. Afsláttarverð fyrir nemendur og eldri borgara er 2500 kr., sem greiðist við innganginn.

