Sinfóníuhljómsveit áhugamanna

Seltjarnarneskirkja

14. febrúar

Miðaverð frá

3.500 kr.

Sinfóníuhljómsveit áhugamanna

Hljómsveitarstjóri: Oliver Kentish

Einleikari: María Qing Sigríðardóttir

Efnisskrá:

Joseph Haydn: Sellókonsert í D-dúr, Op. 101

Johannes Brahms: Sinfónía nr. 2 í D-dúr, Op. 73

María Qing Sigríðardóttir (f. 2004) hóf sellónám sitt fimm ára að aldri og stundar nú bakkalárnám hjá Prof. Conradin Brotbek við tónlistarháskólann í Stuttgart.

Vorið 2022 lauk María framhaldsprófi í sellóleik með hæstu einkunn frá Tónskóla Sigursveins. Hennar helstu kennarar voru Gunnar Kvaran, Örnólfur Kristjánsson og Ólöf Sigursveinsdóttir. Samtímis útskrifaðist hún sem stúdent með ágætiseinkunn úr Kvennaskólanum í Reykjavík.

Sem sigurvegari Ungra einleikara 2024 lék María einleik í Eldborg með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Petri Sakari. Hún hefur einnig komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins. Árið 2022 hlaut hún þriðja sæti í North International Music Competition.

María kemur reglulega fram á tónleikum víða um Evrópu, sem einleikari, í mismunandi kammerhópum og hljómsveitum.

Nánari upplýsingar um Sinfóníuhljómsveit áhugamanna má finna á heimasíðu hljómsveitarinnar: www.ahugasinfonia.is

Aðgangseyrir er 3500 kr. Afsláttarverð fyrir nemendur og eldri borgara er 2500 kr., sem greiðist við innganginn.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger