© 2025 Tix Miðasala

Salurinn
•
4. janúar
Miðaverð frá
6.900 kr.




Hátíðartónleikar Rótarý á Íslandi 2026 fara fram í Salnum í Kópavogi þann 4. janúar næst komandi.
Sérstakur heiðursgestur tónleikanna verður Víkingur Heiðar Ólafsson einn fremsti píanóleikari heims og styrkþegi sjóðsins árið 2005. Víkingur mun afhenda styrki Tónlistarsjóðs Rótarý á tónleinum og munu styrkþegarnir leika fyrir gesti ásamt fleira tónlistarfólki sem fengið hefur styrki sjóðsins í gegnum árin.
Á tónleikunum koma fram styrkþegar sjóðsins í ár þær Helga Diljá Jörundsdóttir, fiðluleikari og Ásta Dóra Finnsdóttir, píanóleikari. Þá munu Jóna G. Kolbrúnardóttir, sópransöngkona og styrkþegi sjóðsins árið 2018 syngja en hún sem sló í gegn í Brúðkaupi Fígarós í vor. Með henni leikur Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari. Þá munu Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, sellóleikari og styrkþegi 2018 og Guðbjartur Hákonarson, fiðluleikari og styrkþegi 2023 einnig koma fram.
Tilgangur Tónlistarsjóðs Rótarý á Íslandi er að veita ungu tónlistarfólki sem skarað hefur fram úr á einhverju sviði tónlistar viðurkenningu í formi fjárstyrks til frekara náms. Veitt er úr sjóðnum árlega.

