© 2025 Tix Miðasala
Rannsóknarsetur Santé, Skeifunni 8
•
2. október
Miðaverð frá
32.500 kr.
Fyrir þá sem hyggja á dýpri könnunarferð um Búrgúndí-héraðið bjóðum við nú sérstaka námskeiðaröð. Miðinn gildir á þrjár kvöldstundir þar sem stigið er kerfisbundið upp gæðastiga héraðsins.
Námskeið 103 - Héraðsvín (Bourgogne) - 2. október
Byrjað á grunni stigveldisins með héraðsmerkingum á borð við Bourgogne Blanc og Bourgogne Rouge sem eru yfir 40% af framleiðslu Búrgúndí.
Námskeið 203 - Þorpsvín og Premier Cru - 28. október
Farið upp á næsta stig með þorpsvínum auk Premier Cru ekra - 585 slíkar í Búrgúndí sem framleiða 18% af heildinni.
Námskeið 303 - Grand Cru - 25. nóvember
Hápunkturinn - 33 Grand Cru ekrur sem bera einungis nafn sitt á miðanum og framleiða innan við 1% af vínum héraðsins.