Tilboð mánaðarins

Tjarnarbíó

2 sýningar

Miðaverð frá

2.000 kr.

Fyrsti leiklesturinn í leiklestrarröðinni Tilboð mánaðarins er verk austurríska leikskáldsins, Werner Schwab, Öndvegiskonur í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar.

Halldóra Geirharðsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttur ríða á vaðið og lesa hlutverk Öndvegiskvennanna þriggja sem kúldrast saman í kjallaraíbúð og fara yfir örlög þeirra og drauma um hvernig líf þeirra hefði getað orðið. Þær kafa úr heimsmálunum niður í klósett mektarmanna af einskærum sóðaskap og kómískri hryggð.

Öndvegiskonur eða Die präsidentinnen var fyrsta verk Schwab og var það fyrst frumsýnt í Vínarborg árið 1990. Verkið var innblásið af lífi móður hans og örlögum kvenna sem tilheyrðu lægstu stéttinni í Austurríki áratugina eftir síðari heimsstyrjöldina. Árið 2001 voru Öndvegiskonurnar frumsýndar á litla sviði Borgarleikhússins í leikstjórn Viðars Eggertssonar. Með hlutverk kvennanna í uppsetningu Borgarleikhússins fóru þær Hanna María Karlsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir.

Annan þriðjudag hvers mánaðar í vetur er boðið upp á leiklestra undir listrænni stjórn Önnu Maríu Tómasdóttur og Gígju Hilmarsdóttur. Öndvegiskonur í leiklestri Halldóru Geirharðs, Rósu Guðnýjar og Steinunnar Ólínu er tilboð sem þú getur ekki hafnað.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger