Tilboð mánaðarins

Tjarnarbíó

4. nóvember

Miðaverð frá

2.000 kr.

Tilboð mánaðarins er leiklestrarröð þar sem fyrsta þriðjudag hvers mánaðar eru fluttir æfðir leiklestrar af okkar skemmtilegasta bransafólki. Í hverjum mánuði bjóða listrænir stjórnendur, Anna María Tómasdóttir og Gígja Hilmarsdóttir, valinkunnu sviðslistafólki til að velja með sér leikrit til lestrar - nýtt verk, nýtt fólk, nýtt tilboð mánaðarins - alltaf brakandi ferskt. Leiklestrarnir eru einnig í samvinnu við Leikminjasafn, Sigríður Jónsdóttir sérfræðingur við safnið tekur þátt í umræðum eftir lesturinn og deilir sögulegum gögnum um fyrri sýningar með áhorfendum. Tilboð sem þú getur ekki hafnað!

Nóvember Tilboð mánaðarins: Að þessu sinni í Tilboði mánaðarins eru okkar spaugilegustu menn: Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson og Pálmi Gestsson og ætla þeir að lesa með okkur hið bráðfyndna verk Listaverkið eftir Yasmina Reza. Listaverkið fjallar um þrjá gamla vini og hvernig ólíkar skoðanir þeirra á skjannahvítu og rándýru listaverki stofnar vináttu þeirra í hættu. Verkið sló rækilega í gegn í denn og hefur elst jafn vel og okkar gestir að þessu sinni - brakandi ferskir, fyndnir og flottir.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger