Tix.is

Um viðburðinn

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Eímear Noone
hljómsveitarstjóri

Efnisskrá
Tónlist úr leikjum
Kingdom Hearts, The Last of Us, Fortnite, Civilisation VI, Resident Evil V, Call of Duty: Modern Warfare III, EVE Online, Hades, Baldur’s Gate: The Dark Alliance II, Fallout IV, Starfield, Uncharted II, Dragon Age: Inquisition, Journey, Resident Evil V, World of Warcraft, Halo Trilogy

Söngsveitin Fílharmónía
Magnús Ragnarsson
kórstjóri

Myndbandshönnun
Philip Geist

Tölvuleikir eru gróskumikill og litskrúðugur geiri menningarlífsins þar sem tónlistin leikur oftar en ekki mikilvægt hlutverk.
Hún á ríkan þátt í að skapa veröld þar sem leikurinn á sér stað, tónlistin mótar andrúmsloft leiksins og framvindu - og tilfinningalegt ástand spilarans um leið. Tónleikar þar sem sinfóníuhljómsveitir leika þekkta og vinsæla tónlist úr tölvuleikjum hafa notið mikilla vinsælda um allan heim síðustu ár og hafa margir tölvuleikjaunnendur beðið þess með mikilli eftirvæntingu að Sinfóníuhljómsveit Íslands fetaði í þau fótspor. 

Á þessum tölvuleikjatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands fer hljómsveitin undir stjórn Eímear Noone með okkur í stór­kostlegt ferðalag um fjarlæga framtíð, vandasöm völundarhús, töfraheima og hamfaraveröld í gegnum magnaða tónlist úr tölvuleikjum á borð við, Kingdom Hearts, The Last of Us, Fortnite, Civilisation VI, Resident Evil V, Call of Duty: Modern Warfare III, Hades, Baldur’s Gate: The Dark Alliance II, Fallout IV og Starfield. Þá má nefna að áhrifamikil tónlist úr íslenska tölvuleiknum Eve Online mun einnig hljóma á tónleikum. Á meðan tónleikunum stendur verður myndbrotum úr völdum tölvuleikjum varpað upp á stóra tjaldið í Eldborg.

Hin írska Eímear Noone er margverðlaunað tölvuleikjatónskáld og hljómsveitarstjóri sem hefur ekki aðeins samið tónlist við vinsæla tölvuleiki á borð við World of Warcraft og Overwatch heldur kynnir hún og stjórnar reglulega tölvuleikjatónleikum með mörgum af fremstu sinfóníuhljómsveitum heims