Borgarleikhúsið

15 sýningar

Miðaverð frá

11.900 kr.

Elly er komin aftur! Í takmarkaðan tíma stígur Katrín Halldóra aftur á Stóra sviðið sem Elly Vilhjálms í rómaðri sýningu Gísla Arnar Garðarssonar eftir handriti Gísla og Ólafs Egils Egilssonar.

Sýningin sló á sínum tíma öll met og naut fádæma vinsælda. Nú snýr Elly aftur vegna fjölda áskorana! Hún bjó yfir óræðri dulúð og töfraði áhorfendur með söng sínum og leiftrandi persónuleika; túlkunin hógvær og ígrunduð, röddin silkimjúk og hlý. Líf Ellyjar varð stundum efni í sögusagnir og slúður sem hún hirti lítið um að svara því hún var dul og forðaðist sviðsljós fjölmiðlanna. Í þessari mögnuðu sýningu fetar Katrín Halldóra í fótspor einnar dáðustu söngkonu þjóðarinnar og syngur sig inn í hjörtu áhorfenda sem aldrei fyrr.

Höfundur: Gísli Örn Garðarsson og Ólafur Egill Egilsson

Leikstjóri: Gísli Örn Garðarsson

Tónlistarstjóri: Guðmundur Óskar Guðmundsson

Sviðshreyfingar: Selma Björnsdóttir

Leikmynd: Börkur Jónsson

Búningar: Stefanía Adolfsdóttir

Lýsing/Umsjón með enduruppsetningu: Þórður Orri Pétursson/Pálmi Jónsson

Leikgervi/Umsjón með enduruppsetningu: Árdís Bjarnþórsdóttir/Elín S. Gísladóttir

Hljóð/Umsjón með enduruppsetningu: Garðar Borgþórsson/Þorbjörn Steingrímsson

Leikarar:

Björgvin Franz Gíslason

Hjörtur Jóhann Jónsson

Katla Margrét Þorgeirsdóttir

Katrín Halldóra Sigurðardóttir

o.fl.

Hljómsveit:

Aron Steinn Ásbjarnarson

Guðmundur Óskar Guðmundsson

Hjörtur Ingvi Jóhannsson

Örn Eldjárn

Ofl.

Umsagnir

Rýnir á hreinlega ekki nógu sterkt orð til að lýsa magnaðri túlkun Katrínar á Elly.

S.B.H.

Morgunblaðið

Búningahönnun Stefaníu Adolfsdóttur er bæði metnaðarfull og einstaklega vel heppnuð.

S.J.

Fréttablaðið

... hreinlega afrek hvað þeim tekst að gera sér mikinn mat úr efniviðnum og skapa lifandi persónur.

S.B.H.

Morgunblaðið

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger