Mamma mia!

Víðistaðaskóli

13. - 15. febrúar

Sala hefst

30. janúar 2026, 08:00

(eftir 1 dag)

Mamma mia!

Í uppfærslu nemenda í 10. bekk Víðistaðaskóla í Hafnarfirði

Árlegur söngleikur 10. bekkjar Víðistaðaskóla í Hafnarfirði hefur fest sig í sessi og hafa nemendur ásamt foreldrum, kennurum og félagsmiðstöðinni Hrauninu unnið hörðum höndum að undirbúningi og nú er komið að uppskeruhátíð!

Í ár varð fyrir valinu gleðisprengjan Mamma mia! en það er vinsæll söngleikur byggður á lögum sænsku hljómsveitarinnar ABBA. Hann fjallar um unga konu sem er að gifta sig á grískri eyju og vill komast að því hver faðir hennar er. Hún býður þremur mögulegum feðrum í brúðkaupið án þess að móðir hennar viti af því. Sagan er létt, fyndin og full af þekktum og grípandi lögum.

Höfundar: Catherine Johnson og ABBA

Íslensk þýðing: Þórarinn Eldjárn

Leikstjórn: Úlfhildur Harne Örnólfsdóttir

Tónlistarstjórn: Jóhanna Ómarsdóttir

Danshöfundur: Mirjam Yrsa Friðleifsdóttir

Búningahönnun: Kristín Högna Garðarsdóttir

Sviðsmynd, búningar, förðun, ljós og hljóð er allt í höndum krakkanna og foreldra þeirra.

Verkefnið er árlegt samstarfsverkefni skólans, félagsmiðstöðvarinnar Hraunsins og foreldra og koma allir nemendur í 10. bekk á einhvern hátt að verkefninu. Um er að ræða fjáröflun fyrir útskriftarferð í Þórsmörk. Metnaðurinn sem lagður er í þetta verkefni er gríðarlegur og gaman að fylgjast með íþróttahúsinu í Víðistaðaskóla breytast í töfrandi leikhús.

FRUMSÝNT FÖSTUDAGINN 13. FEBRÚAR

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger