© 2026 Tix Miðasala
Harpa
•
11. febrúar
Miðaverð frá
4.900 kr.




Tumi Árnason, saxófónn og klarínett
Ingibjörg Turchi, rafbassi
Magnús Trygvason Eliassen, trommur
Bassaleikarinn og tónskáldið Ingibjörg Turchi kemur fram ásamt Tuma Árnasyni og Magnúsi Trygvasyni Eliassen og munu þau leika efni af plötum Ingibjargar, Meliae (2020) og Stropha (2023), ásamt nýju efni sem verður tekið upp á þessu ári, í bland við spuna. Tríóið hefur leikið mikið saman síðastliðin misseri og einkennist samspil þeirra af spilagleði og frjálsum spuna sem sækir sér festu í lögin sem leikið er í kringum. Útsetningar eru í höndum tríósins.
Ingibjörg gaf út stuttskífuna Wood/Work árið 2017 þar sem rafbassinn var í aðalhlutverki. Í júlí 2020 gaf Ingibjörg svo út sína fyrstu plötu í fullri lengd, Meliae. Hlaut platan titilinn Plata ársins í Djassflokki á Íslensku tónlistarverðlaununum 2021 og tilnefningu til Hyundai Nordic Music Prize sama ár. Árið 2023 kom út hennar seinni plata í fullri lengd, Stropha. Hún fékk 4 stjörnur hjá Heimildinni, var á flestum árslistum 2023 og fékk tilnefningu á Íslensku tónlistarverðlaununum í flokknum Upptökustjórn ársins. Sumarið 2025 gaf hún út dúóplötu með Hróðmari Sigurðssyni gítarleikara, “+1” sem hlotið hefur mikið lof.

