Bassa, meiri bassa!

Harpa

1. apríl

Miðaverð frá

4.800 kr.

Á tónleikum Low Key Ensemble verður haldið í könnunarleiðangur um lendur fylgiraddarinnar, basso continuo. Við beinum sviðsljósinu að djúpum og myrkum hljóðheimi bassahljóðfæra, hins hlédræga hljóðfærahóps sem myndar undirstöður barokktónlistar, og heyrum sjaldgæf verk, oft í útsetningum hópsins sjálfs, fyrir víólu, selló, bassa, lútu og sembal.

Flutt verður ítölsk snemmbarokktónlist eftir Frescobaldi, franskt hábarokk eftir Couperin, Rameau og Boismortier og þýskt eðalbarokk eftir meistara Bach. Við heyrum einmana lútutóna, kraftmikinn sembalslátt, selló í gervi gömbu og víólu í gervi sellós. Ef til vill slæðast nokkrir þjóðlagatónar einnig með. Sama hvað gengur á er mottóið okkar þetta: Meiri bassa!

Low Key Ensemble

Marie Stockmarr Becker, barokkvíóla

Hanna Loftsdóttir, barokkselló

Joakim Peterson, barokkbassi

Marcus Mohlin, semball

Dohyo Sol, lúta

Tónleikarnir eru um klukkustund, án hlés.

Nánari upplýsingar um Reykjavík Early Music Festival: https://reykjavikearly.is/

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger