© 2026 Tix Miðasala

Hljómahöll
•
19. mars
Sala hefst
23. janúar 2026, 11:00
(eftir 3 daga)




Það er okkur sönn ánægja að geta sagt frá því að Jón Jónsson verður á trúnó þann 19. mars 2026.
Jón er fyrir löngu orðinn þjóðþekktur söngvari og lagahöfundur. Hann vakti fyrst athygli með smáskífunni When You’re Around árið 2010 og síðan þá hefur Jón gefið út þrjár breiðskífur: Wait for Fate (2011), Heim (2014) og Lengi lifum við (2021), sem allar hafa notið mikilla vinsælda. Mörg laga Jóns hafa ratað á vinsældalista; til að mynda náðu lögin „Ljúft að vera til“ og „Gefðu allt sem þú átt“ efsta sæti á vinsældalistum.
Jón er margverðlaunaður tónlistarmaður. Hann var valinn nýliði ársins á íslensku tónlistarverðlaununum 2011 og var valinn söngvari ársins 2012 á Hlustendaverðlaunum FM957, og frumraun hans, platan Wait for Fate, hlaut gullplötu, svo eitthvað sé nefnt.
Tónleikaröðin „trúnó” hefur slegið í gegn í Hljómahöll undanfarin misseri. Hugmyndin er að tjalda öllu til og bjóða upp á stórtónleika en halda þá í Bergi í Hljómahöll sem tekur aðeins um 100 gesti. Listamenn sem vanir eru að spila fyrir talsvert stærri hóp áhorfenda stíga þar á svið í nálægð við færri gesti en vanalega.
Tónleikarnir fara fram 19. mars 2026. Húsið opnar kl. 19:00 og tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Takmarkaður fjöldi miða í boði.

