Iðnó Jazz

15. febrúar

Miðaverð frá

2.500 kr.

SPOUSES

Spouses er verkefni Kanadíska tónlistarmannsins Joel Durksen. Hann útskrifaðist frá Liverpool

Institute for Performing Arts árið 2018 en þar kynntist hann Kristrúnu, sem hann flutti með til Íslands árið 2023. Þau búa nú á hrossaræktarbýli þar sem hann er að byggja upptökustúdíó í hesthúsi.

Fyrsta platan hans, I Could Be Your Dog, kemur út 22. maí í gegnum Kálfholt Records.

Á meðan hann bjó í Liverpool var hann meðlimur í hljómsveit Brad Stank. Þrátt fyrir að hafa komið fram á SXSW 2023, ákvað hann að stíga til hliðar.

„Ég kallaði mig lagahöfund en var ekki að semja mörg lög. Ég þurfti einfaldlega að vera einn um stund.“

Á Íslandi kynntist hann kjarna íslenskrar dægurlagatónlistar í gegnum Valgeir Guðjónsson, en Joel pródúseraði og spilaði inn á fyrstu upptöku lagsins Vorið kemur (Vikivaki) sem sungið af Valgeiri sjálfum.

Fyrsta smáskífa plötunnar I Could Be Your Dog ber nafnið Splinter og kom út 27.nóvember 2025. Splinter hlaut stuðning frá The Line of Best Fit og The Yellow Button ásamt umfjöllunum í Undiröldunni á RÁS 2 og á RÚV English. Önnur smáskífa plötunnar, Choke, kemur út 19. febrúar nk., og í kjölfarið tónleikar í Liverpool þann 20. Febrúar.

Með Reyni Snæ á gítar/lap steel og KRISTRÚN í bakröddum, ásamt fleiri gestum sem verða tilkynntir síðar.

Það er 18 ára aldurstakmark á þennan viðburð.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger