Hróðmar Sigurðsson Tríó

Iðnó Jazz

1. mars

Miðaverð frá

2.500 kr.

Hróðmar Sigurðsson Tríó

Gítarleikarinn Hróðmar Sigurðsson spilar með tríó sínu eigin lög í bland við tónlist sem hefur mótað hann á lífsleiðinni. Með Hróðmari spila samstarfsmenn hans til margra ára, þeir Birgir Steinn og Kristofer Rodriguez. Félagarnir léku saman í tríói á síðasta ári og hafa mótað saman nokkuð þétt og skemmtilegt tónleikaprógram, mikið samspil, mikill spuni, mikil lög og mikið gaman!

  • Hróðmar Sigurðsson : Gítar/Pedal steel

  • Birgir Steinn Theodorsson : Bassi

  • Kristofer Rodriguez Svönuson : Trommur

Hróðmar Sigurðsson hefur sent frá sér 2 plötur, Hróðmar Sigurðsson(2021) og svo +1(2025) sem unnin var í samstarfi með Ingibjörgu Turchi. Hróðmar var valinn bjartasta vonin á Íslensku Tónlistarverðlaunum 2022.

Það er 18 ára aldurstakmark á þennan viðburð.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger