Sibelius & Sveinsson

Hannesarholt

14. mars

Miðaverð frá

3.900 kr.

Ljóðatónleikar með Jean Sibelius og Atla Heimi Sveinssyni.

Hólmfríður og Ástríður Alda hafa komið fram á fjölmörgum tónleikum hér heima og erlendis. Fyrstu tónleikar þeirra saman voru á síðasta ári með Schubert og Brahms. Að þessu sinni fá norrænir tónar að hljóma í Hannesarholti.

Á námsárunum í Vínarborg var Hólmfríði boðið að halda tónleika í Espoo í Finnlandi sem hún þáði. Hún átti yndislega viku í landinu ásamt nokkrum norrænum tónlistarflytjendum sem endaði með tónleikum í leikhúsi þar í borg þar sem hún flutti ljóð eftir Sibelius og Kilpinen. Þrátt fyrir að heillast af norrænni tónlist hefur Hólmfríður síðan þá einbeitt sér mest að Þýskri ljóðatónlist ásamt íslenskum sönglögum.

Ástríður Alda hefur starfað sem einleikari og með helstu söngvurum landsins. Hún hefur meðal annars flutt finnska tangóa.

Tónlist eftir Sibelius og Atla Heimi fá að hljóma í Hannesarholti þennan laugardag og eru ljóðin við lög Atla Heimis eftir Jónas Hallgrímsson. Oft kölluð Jónasarlög.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger