© 2026 Tix Miðasala
Langholtskirkja
•
28. mars
Miðaverð frá
3.900 kr.




Mótettukórinn flytur mótettur Bachs
Þann 28. mars kl. 17.00 flytur Mótettukórinn allar sex mótettur Bachs undir stjórn Stefans Sand. Mótetturnar eru taldar vera ein stórfenglegustu tónverk sem skrifuð hafa verið fyrir kór. Kórinn hefur fengið til liðs við sig einvalalið hljóðfæraleikara, Halldór Bjarka Arnarson á orgel, Guðrúnu Óskarsdóttur á sembal, Borgar Magnason á kontrabassa og Flemming Viðar Valgeirsson á harmoniku. Þá leikur einnig undir strengjasveit, en hana skipa þær Gróa Valdimarsdóttir, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir, Natalia Duarte og Þórdís Gerður Jónsdóttir. Ekki láta þennan einstaka viðburð fram hjá ykkur fara.

