© 2026 Tix Miðasala

Hannesarholt
•
7. mars
Miðaverð frá
3.900 kr.




Á þessum tónleikum verða röddinn, gítarinn og bassinn notuð til að gera nokkrum lögum úr kvikmyndum eftir Pedro Almodóvar skil.
Myndheimur spænska leikstjórans Almodóvar er fullur af tónlist, litum og melódramatískum og oft fyndnum senum. Aðalhlutverkin eru gjarnan sterkar kvenpersónur, oft jaðarsettar í samfélaginu en saga þeirra er sögð af innsæi og samúð með sterkum áhrifum frá spænskri menningu, poppmenningu og kitch-fagurfræði.
Tónlistin skipar mjög stóran sess í kvikmyndum Almodóvar og á þessum tónleikum verður farið í ferðalag inn í tónheim mynda hans.
Ástrún Friðbjörnsdóttir er söngkona og lagahöfundur. Hún hefur sungið fjölbreytta tónlist, þar á meðal mikið af spænskri tónlist og flamenco en hefur undanfarið verið að gefa út sína eigin tónlist. Hún gaf út smáskífuna Sandkorn vorið 2023 þar sem gítarleikarinn Ívar Símonarson sá um gítarútsetningar og gítarundirleik. Ívar hefur einbeitt sér að flamenco gítarleik og hefur farið á ýmis námskeið því tengdu á Spáni.
Leifur Gunnarsson er raf- og kontrabassaleikari ásamt því að vera lagahöfundur. Hann hefur komið víða við í tónlistinni og gaf út jólaplötuna Jólaboð hjá tengdó fyrir síðustu jól.

