© 2026 Tix Miðasala
Árbæjarkirkja
•
1. febrúar
Miðaverð frá
7.000 kr.




Góðgerðartónleikar í Árbæjarkirkju - Söfnum fyrir lyftu!
Árbæjarkirkja býður til einstakrar stundar þann 1. febrúar kl 17:00 með frábærum söngvurum og undirleikurum þar sem við sameinumst í hlýju, gleði og góðum tilgangi.
Markmið tónleikanna er að safna fyrir fólkslyftu í nýrri viðbyggingu safnaðarheimilis kirkjunnar svo öllum sé tryggður aðgangur að öllu okkar safnaðarstarfi. Sóknarnefnd Árbæjarkirkju hefur staðið í framkvæmdum undanfarin misseri við að stækka safnaðarheimilið um rúmlega 400 fermetra og nú er komið að því að setja upp lyftu svo allir geti nýtt safnaðarheimilið að fullu.
Á tónleikunum stíga á svið nokkur af okkar ástsælasta og virtasta tónlistarfólki landsins;
Páll Óskar Hjálmtýsson
Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú)
Dísella Lárusdóttir
Gissur Páll Gissurarson
Ásgeir Ásgeirsson
Helga Bryndís Magnúsdóttir
Hátíðarstundin verður hlý, hátíðleg og full af fagurri tónlist þar sem kraftur samfélagsins skín í gegn.
Komdu á tónleika, láttu gott af þér leiða og njóttu tónlistar sem yljar og lyftir.
Við hlökkum til að sjá þig í Árbæjarkirkju þann 1. febrúar 2026 kl 17:00.

