Viðskiptaþing 2026

Borgarleikhúsið

12. febrúar

Miðaverð frá

22.900 kr.

Viðskiptaþing er einn stærsti viðburður ársins í íslensku viðskiptalífi.

Á Viðskiptaþingi kemur saman helsta áhrifafólk í íslensku viðskipta- og atvinnulífi. Þingið var fyrst haldið árið 1975 og hefur æ síðan verið mikilvægur vettvangur skoðanaskipta um þróun og horfur í efnahagslífi og viðskiptum hér heima og erlendis. Þingið sækja stjórnendur úr atvinnulífi, fulltrúar fræðasamfélags og stjórnmála auk annarra áhugasamra um stefnumótun fyrir Ísland.

Á þingi hvers árs er sjónum sérstaklega beint að tilteknum málefnum. Þannig hafa Viðskiptaþing síðustu ára meðal annars fjallað um samkeppni í breyttum heimi, innlendan rekstur í alþjóðlegu samhengi, aukna framleiðni auðlindagreinanna og hlutverk hins opinbera.

Dagskrá og yfirskrift þingsins verður kynnt þegar nær dregur. Í millitíðinni getur þú tryggt þér miða í dag. Selst hefur upp á þingið síðustu ár og því vissara að ganga frá kaupum fyrr en síðar.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger