© 2026 Tix Miðasala
Harpa
•
13. júní
Sala hefst
2. febrúar 2026, 10:00
(eftir 2 vikur)




John Grant á Listahátíð í Reykjavík 2026 – tónleikar í Eldborg 13. júní
Listahátíð í Reykjavík kynnir með stolti tónleika með John Grant í Eldborg í Hörpu laugardaginn 13. júní. Þetta eru fyrstu stórtónleikar hans hér á landi í langan tíma og því um einstakan viðburð að ræða.
John Grant hefur um árabil verið búsettur á Íslandi og gegnt áberandi hlutverki í innlendu og alþjóðlegu tónlistarlífi, bæði sem lagahöfundur og flytjandi. Ferill hans spannar yfir tvo áratugi og einkennist af fjölbreyttri notkun tónlistarstíla, mikilli einlægni og beittum húmor. Áhrifamiklir textar hans hafa snert áheyrendur um heim allan en John er þekktur fyrir að fjalla um eigin lífsreynslu á heiðarlegan og hispurslausan hátt. Plötur hans hafa hlotið lof gagnrýnenda og skipað honum sess á meðal eftirtektarverðustu listamanna samtímans.
Á tónleikunum í Eldborg mun John flytja úrval laga frá ferli sínum, þar á meðal lög af nýjustu plötu hans, The Art of the Lie. Platan kom út árið 2024 og hlaut frábæra dóma gagnrýnenda.
John Grant er þekktur fyrir einstaka rödd og sterka nærveru á sviði. Hann myndar náin tengsl við áhorfendur með kraftmiklum en einlægum tónlistarflutningi sem gera hverja tónleika að ógleymanlegri upplifun.
John á í einstöku sambandi við Ísland og hefur unnið með fjölmörgu listafólki búsettu hér á landi. Við hlökkum til að dýpka tengslin við John enn frekar þegar hann kemur fram á Listahátíð í Reykjavík ásamt hljómsveit sinni sem skipuð er úrvals hljóðfæraleikurum.
Tónlistarkonan RAKEL mun hita upp fyrir John Grant en hún hefur á undanförnum árum skapað sér sérstöðu í íslenskri tónlistarsenu með einstökum hljóm sínum og marglaga tónsmíðum. Ásamt því að semja sína eigin tónlist hefur hún átt í samstarfi við margt af fremsta tónlistarfólki landsins síðustu ár.
🎟 Miðasala hefst 2. febrúar – tryggðu þér sæti tímanlega!

