© 2026 Tix Miðasala

Hannesarholt
•
14. mars
Miðaverð frá
3.900 kr.




Í dúett á milli raddar og rafbassar er hægt að uppgötva og heyra tónlist á glænýjan máta. Bassaleikarinn Hlynur Sævarsson og söngvarinn Kjalar Martinsson Kollmar settust niður saman með einmitt það að markmiði, að kanna tónlistina í þessum búning. Dúettinn var stofnaður fyrir þremur árum og hefur komið fram við ýmis tilefni síðan. Nú er Kjalar búsettur í Berlín og því gefast færri tækifæri til þess að troða upp. Þess vegna er tvíeykið afar spennt að fá að halda tónleika í Hannesarholti.
Hlynur og Kjalar spila saman mikið af íslenskri tónlist, bæði dægurlög og djass. Einnig ratar erlend tónlist oft á efnisskránna. Dúettinn leggur áherslu á það að þeim þyki lögin skemmtileg og falleg. Í Hannesarholti verður dagskráin einmitt þannig, sem dæmi má nefna lög eins og Einhvers staðar einhvern tímann aftur, Leyndarmál og Isn’t she lovely.
Tónleikagestir mega búast við einlægni og nánd, skemmtilegum útsetningum og samspili á milli rafbassarins og raddarinnar þar sem hljóðfærin hoppa á milli hlutverka og skapa einstaka upplifun sem hverjum þætti synd að missa af.

