Saving History

Dansverkstæðið

4. - 11. febrúar

Miðaverð frá

2.900 kr.

Saving History

Kraftmikið sólóverk - allt fengið að láni

Þegar dansarinn Katrín Gunnarsdóttir fór að semja sín fyrstu dansa sem unglingur þá sótti hún reglulega innblástur í aðra höfunda og verk, endurnýtti dansefnið og skeytti því svo snyrtilega saman við eigin danssmíðar. Útgangspunktur dansverksins Saving History er að kortleggja þennan stuld með því að leita uppi gamlar dansrútínur sem innihéldu spor þekktra höfunda, aðskilja frá eigin sköpun og draga aftur fram í dagsljósið. Verkið samanstendur af röð fjölmargra vísana í það dansefni sem Katrín fékk lánað á 15 ára tímabili þegar hún var að læra dans og taka sín fyrstu skref sem atvinnuhöfundur.

Verkið skoðar samband dansarans við sína danssögu og vinnu dansarans. Það er einnig viðurkenning á því að fá lánað frá öðrum sé órjúfanlegur hluti hverskyns sköpunarferlis. Nú snýr Katrín aftur að Saving History, sem var frumsýnt árið 2014, en verkið fær á sig aðra merkingu í ljósi reynslu, tíma og breytts samhengis.

"the relationship to found, borrowed material becomes a conversation between the work, the body of the dancer, and the context...referencing becomes a process and a mode of communication; without any precise ownership, and only the personal filter, the piece enhances our experience of movement. It is neither in a canon, nor in the body of the performer fully - she is constantly pointing to an outside."-Critics in Conversation, Stamsund Teaterfestival

Frumsýnt árið 2014 á Reykjavík Dance Festival

Hugmynd og flutningur: Katrín Gunnarsdóttir

Dramatúrgísk ráðgjöf: Alexander Roberts og Ásgerður G. Gunnarsdóttir

Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson

Ljósmyndir: Jeaneen Lund

Lengd: 30 mínútur  

Framleiðsla: Katrín Gunnarsdóttir

Stuðningur: Reykjavíkurborg og Dansverkstæðið í Reykjavík

Þú velur verðið!

Dansverkstæðið reiðir sig á aðsókn og stuðning áhorfenda. Þeir sem velja hærra miðaverð leggja með því sitt af mörkum til að efla Dansverkstæðið og framtíð danslistar á Íslandi.

Miðaverð:

  • 2.900 kr.

  • 4.900 kr. (viðmiðunarverð)

  • 6.900 kr.

Veljið það verð sem hentar ykkur best – allir miðar tryggja jafnan aðgang að sýningunni.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger