Músíktilraunir 2026

Harpa

20. - 28. mars

Miðaverð frá

2.200 kr.

Músíktilraunir eru árleg tónlistarhátíð, sem fór fyrst fram árið 1982. Þær veita frábært tækifæri til þess að fylgjast með grasrótinni í íslensku tónlistarlífi og hafa hljómsveitir á borð við Of Monsters and Men, Samaris, Vök, Mínus og Mammút borið sigur úr býtum. 

Ungmenni á aldrinum 13–25 ára geta sótt um þátttöku með því að senda inn umsókn á heimasíðu tilraunanna og greiða þátttökugjald. 

Undankvöldin eru fjögur þar sem u.þ.b. 40 atriði keppa að því takmarki að komast áfram á úrslitakvöldið. 10–12 atriði komast í úrslit og hljóta efstu þrjár sveitirnar glæsileg verðlaun. Efnilegustu hljóðfæraleikararnir, texta- og lagasmiðirnir og rafheilarnir eru einnig valdir af dómnefnd en áhorfendur velja vinsælustu atriðið með símakosningu. Undanfarin ár hefur úrslitakvöldinu verið útvarpað um land allt af Rás 2, sjónvarpað á RÚV 2 og streymt á www.ruv.is

Í ár eru undankvöldin haldin 20.–23. mars og hefjast kl. 19:30 hvert kvöld, en úrslitakvöldið fer fram 28. mars kl. 17:00. Tilraunirnar fara fram í Norðurljósum og miðaverð er kr. 2.200 á undankvöld og kr. 2.700 á úrslitakvöldið. 

Músíktilraunir hlutu heiðursverðlaunin Lítinn fugl á Degi íslenskrar tónlistar 2025 fyrir að „byggja brautarpall fyrir ungt fólk í tónlist og hafa um langt skeið leitt fyrstu skref efnilegasta tónlistarfólks landsins með farsælum hætti“. 

Nánari upplýsingar er að finna á:

www.musiktilraunir.is

www.facebook.com/musiktilraunir

Icelandair er aðalbakhjarl Músíktilrauna.

Músíktilraunir eru styrktar af ÝLI tónlistarsjóði fyrir ungt fólk www.ylir.is.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger