© 2026 Tix Miðasala

Dansverkstæðið
•
1. - 8. febrúar
Miðaverð frá
1.900 kr.




MANNDÝR
MANNDÝR er þátttökusýning um hlutverk mannsins út frá sjónarhorni barna. Í
sýningunni er samband barna og fullorðinna skoðað og spurningunni um hlutverk þeirra á jörðinni velt upp.
Í Manndýr er gestum boðið inn í heim þar sem hægt er að upplifa með eyrum, augum og höndum, sjálf eða í samvinnu. Við gefum okkur tíma til að spyrja spurninga sem fá svör eru við og dvelja í heimi þar sem börn segja alla söguna.
Verkið var frumsýnt 2022 í Tjarnarbíó og hefur verið sinnt 60 sinnum víða á Islandi og erlendis við mjög góðar undirtektir.
Aldur: frá 3 ára
Lengd: 45 mín
Upplýsingar um aðgengi:
Í Manndýr sitja áhorfendur á sviðinu, á púðum. Einnig er hægt að fá stól aftar í rýminu ef þarf. Í sýningunni eru leikhúsljós, en aldrei almyrkur. Manndýr er þátttökusýning; í fyrsta hluta sitja áhorfendur á púðum, en eftir um það bil 20 mínútur eru börnin boðin til að leika sér og mega fara hvert sem þau vilja. Hægt er að njóta sýningarinnar í hjólastól. Það truflar ekki sýninguna ef barn þarf að fara út úr rýminu á meðan á henni stendur, og er alltaf velkomið inn aftur.
Aðstandendur:
Sviðshöfundur, listrænn stjórnandi: Aude Busson
Flytjandi: Snædís Lilja Ingadóttir
Leikmynda- og búningahönnuður & sviðshöfundur: Sigríður Sunna Reynisdóttir
Tónlist og hljóðmynd: Björn Kristjánsson
Heimspeki-kennari: Marion Herrera
Leikmyndagerð: Steinunn Marta Önnudóttir
Búningagerð : Ólöf Ágústína Stefánsdóttir
Ljósahönnun: Kjartan Darri Kristjánsson
Framkvæmdastjórar: Ingibjörg Huld Haraldsdóttir, Renaud Durville og Ragnheiður
Maísól Sturludóttir
Raddir barnanna: Nemendur í Landakotskóla
Gerð sýningarinnar var styrkt af Sviðslistasjóði, Launasjóði listamanna og
Barnamenningarsjóði, í samstarfi við Tjarnarbíó.
Þú velur verðið!
Dansverkstæðið reiðir sig á aðsókn og stuðning áhorfenda. Þeir sem velja hærra miðaverð leggja með því sitt af mörkum til að efla Dansverkstæðið og framtíð danslistar á Íslandi.
Miðaverð:
1.900 kr.
2.900 kr. (viðmiðunarverð)
4.900 kr.
Veljið það verð sem hentar ykkur best – allir miðar tryggja jafnan aðgang að sýningunni.

