© 2026 Tix Miðasala
Harpa
•
31. janúar
Sala hefst
9. janúar 2026, 12:00
(eftir 19 klukkustundir)




Millirými er rýmið milli manns og náttúru, þar sem byggt land og umhverfi mætast. Á byggðarmörkum má gjarnan finna nýbyggingar og hálfkláraða grunna, en jafnframt stundum hús í niðurníðslu og yfirgefin iðnaðarrými.
Tónlistarhóparnir Stelkur og Steinalda eiga það sameiginlegt að vera tónskáldaleiddir flytjendahópar sem sérhæfa sig í flutningi tónlistar forsprakka hópanna. Guðmundur Steinn Gunnarsson leiðir hópinn Steinöldu sem mun koma til með að flytja verk hans Hugleiðingar um nýtingu afganga sem er hljómhviða tengd Esso bensín- og smurstöðinni sem var eitt sinn á Hörpureitnum. Charles Ross leiðir tónlistarhópinn Stelk sem mun flytja tvö ný verk eftir hann, New Forest og Ditch Grmphn. Að endingu munu sveitirnar leiða saman hesta sína og flytja verk þar sem Charles Ross hefur samið tónlist ofan á einn kafla úr Landvættunum fjórum eftir Guðmund Stein.
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
https://www.darkmusicdays.is/even.../2026/steinaldaogstelkur

