Quantongue Lessons / Luke Deane & Ragnar Árni Ólafsson

Harpa

31. janúar

Sala hefst

9. janúar 2026, 12:00

(eftir 20 klukkustundir)

Quantongue Lessons eftir Ragnar Árna Ólafsson og Luke Deane er eins konar þáttaröð sem tekur á sig ólík form eftir tilefnum og getur þar tekið á sig form vídeólistar jafnt sem lifandi flutnings. Fyrsti þáttur raðarinnar var frumsýndur á Myrkum músíkdögum 2025 í formi stuttmyndar, en að þessu sinni tekur Quantongue Lessons á sig form lifandi flutnings með nærveru Ragnars og Luke.

Í þáttum Quantongue Lessons spinnur Ragnar á gítarinn, með röddinni og hvers kyns hlutum eða myndefni og Luke syngur fallega og stundum á vísvitandi ljótan hátt. Þeir tala líka hreinskilnislega saman um það sem þeim dettur í hug og stundum er þetta skrítið og afhjúpandi.

Quantongue Lessons vekur okkur, á óvæntan hátt, til umfjöllunar um hina sameiginlegu nútíð sem flytjendur og áhorfendur deila sín á milli. Því hefur verið lýst sem „hreinu brjálæði“, „næsta stigi“ og „spennandi blöndu af algjöru frelsi og nákvæmni“.

NÁNARI UPPLÝSINGAR:

https://www.darkmusicdays.is/event.../2026/quantonguelessons

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger